Þjóðin kýs Pírata, lata og stefnulausa

Píratar eru stjórnmálaaflið sem þjóðin þarf á alþingi. Þeir eru latir og ekki með neina stefnu nema í smæstu málum. Ef Píratar væru í meirihluta á alþingi þá yrði fátt gert nema föndrað við smámál eins og höfundarrétt. Þingmenn mættu í vinnuna eftir hádegi endurnærðir eftir tölvuleiki næturinnar.

Ef alþingi hreyfir ekki við stórmálum er meiri friður. Fólk yrði laust við afskiptasemi þeirra 63 sem eru á framfæri þjóðarinnar í einni deild við Austurvöll.

Meiri þingleti og minni pólitík er það sem þjóðin óskar sér. Enda eru Píratar með mest fylgi allra stjórnmálaflokka.


mbl.is Píratar mæta verst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Þetta er lygi Palli og það veistu vel.
Þrír þingmenn í átta fastanefndum komast einfaldlega ekki yfir allar nefndarsetur.

Hvað varðar bullið um stefnuleysið, þá hefur þú enn ekki drullast til að kynna þér stefnumálin út frá umræðum á píratavefnum og í kosningakerfinu hjá þeim, auk heldur allra þeirra hópa sem eru á fésinu.

Eina sem þú gerir er að éta upp þvæluna og lygar moggans og dreifa þeim áfram í vanþekkingu þinni og blindu.

Jack Daniel's, 20.5.2015 kl. 11:24

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óskaplega er nú ódýrt, svo ekki sé nú meira sagt, að skýla sér á bak við manneklu.  Píratar eru langt frá því að vera eini fámenni þingflokkurinn á Alþingi.  Til að koma með dæmi má nefna Frjálslynda flokkinn og þrátt fyrir að vera fámennir voru þeir með ágætis mætingu á nefndafundi og ekki man ég til þess að þeir vældu yfir manneklu.  Píratar nenna ekki að sinna vinnunni sinni og bera við fámenni í stað þess að viðurkenna letina og lágkúruna..

Jóhann Elíasson, 20.5.2015 kl. 12:48

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góður pistill kæri Páll.

Rétt hjá þér Jóhann að Jack hefur lítið vit á flestu og tekur undir letivælafsökun letingjanna í Pítötum sem virðast ekki nenna að sinna þingstörfum eins og flestir aðrir þingmenn þó gera.

Það hefur líka sannast á Jack að hann hefur mikið vit á nánast engu en ekkert á flestu því miður fyrir hann.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.5.2015 kl. 13:00

4 Smámynd: Jack Daniel's

Þið eruð alveg fádæma mikil fífl og auglýsið það alveg með neonskiltum.

Frétt á Rúv um málið:

http://ruv.is/frett/famenni-pirata-skyrir-slaema-maetingu

Þrír þingmenn Pírata skipta á milli sín setu átta fastanefndum auk forsætisnefnd, Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambands, þingskapanefndar og fleiri nefnda.

Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að þingmenn Pírata hefðu versta mætingu í sex af átta fastanefndum. Fréttin hefur vakið sterk viðbrögð og hafa margir gagnrýnt hana.

Katrín Júlísdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er þeirra á meðal. Hún segir á Facebook-síðu sinni að ekki sé sanngjarnt að stilla þessu upp líkt og er gert í úttekt Morgunblaðsins. Þrír þingmenn þurfi að skipta með sér setu í öllum nefndum og taka ákvörðun útfrá málum hvenær þau mæta í hvaða nefnd. Hún segir að lítið megi út á bregða hjá þingmönnum Samfylkingarinnar, sem eru níu.

Í fréttinni er bent á að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hafi mætt á tvo fundi af þrjátíu í umhverfis- og samgöngunefnd. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Jóni Þór vegna málsins en á vefsíðu Pírata kemur fram að þegar umhverfis- og samgöngunefnd fundar þurfi Jón einnig að sitja fundi fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar. Þar kemur einnig fram að Birgitta Jónsdóttir þurfi að sitja fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og utanríkismálanefndar á sama tíma. Þingmenn Pírata þurfi því að forgangsraða tíma sínum og ákveða hvaða fundi skal mætt í eftir dagskrá hverju sinni.

 

Kanski þið skiljið þetta betur núna?

Jack Daniel's, 20.5.2015 kl. 13:49

5 Smámynd: Jón Ragnarsson

Og núna steinþegir bloggherinn á mbl.is

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/20/urfa_ad_vera_a_morgum_fundum_i_einu/

Jón Ragnarsson, 20.5.2015 kl. 13:53

6 Smámynd: Jack Daniel's

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/20/urfa_ad_vera_a_morgum_fundum_i_einu/

Meira að segja mogginn hefur komið með feita skýringu á þessu máli og leiðrétt áburðinn og lygarnar.

Er Páll og restin af hundahjörðinni líka tilbúin að sýna að þeir séu menn meiri og draga ásakanir sínar til baka?

Jack Daniel's, 20.5.2015 kl. 14:01

7 Smámynd: Jón Bjarni

Vandræðalegt hjá þér Páll.. svo ekki sé nú meira sagt.. 

Jón Þór er í þremur nefndum sem hittast allar á sama tíma. Hann hefur sótt 25 fundi af 30 sem þessar þrjár nefndir hafa haldið á sama tíma

Eru einhverjar líkur á því að þú takir þetta bull þitt til baka?

Jón Bjarni, 20.5.2015 kl. 14:08

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Meðvirkni Jacks með letiblóðunum og afsökunarvælinu í Pírötum sem virðast ekki nenna að vinna er æpandi- og hann hnykkir á bullinu meira að segja.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.5.2015 kl. 14:26

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

WEkki virðist Jón Bjarni heldur skilja þingnefndastörfin frekar en Jack - er Jón Bjarni liðsforingi Pírata ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.5.2015 kl. 14:28

10 Smámynd: Jack Daniel's

 Predikari andskotans mættur eina ferðina enn, en það er ljóst að hann hefur lesið bibblíuskræðuræfilinn sinn bæði aftur á bak og á hvolfi, því ekki fer hann eftir kenningum þessa "trúarrits" síns.

Engu er likara en heimskan sé gegnumgangandi hjá þessu helv... trúarnöttaraliði sem hugsar og talar með rassgatinu.

Predikarinn er búinn að hafa heilar 18 mínútur til lesa eina staðreynd hér að ofan sem er að af 30 fundum í nefndum sem Jón Þór er í, hefur hann mætt á 25 þeirra.

Predikarinn er góður og gegn þræll og hundspott auðvaldsins og gmammar samkvæmt því.

Jack Daniel's, 20.5.2015 kl. 14:32

11 Smámynd: Jón Bjarni

Hvað við staðreyndina að hann er búinn að mæta í 25 af mögulegum 30 sem hann átti tök á að mæta í án þess að vera á fleiri en einum stað í einu skilur þú ekki Predikari?

Jón Bjarni, 20.5.2015 kl. 14:57

12 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Þú Páll og aðrir "ritsnillingar" hér á mbl.is þurfið ekki að hafa áhyggjur eftir næstu kosningar , því þá verður búið að klóna þessa "letingja" , eins og þú velur að kalla þá .

   Kannski það sé þitt eigið eðli; að vera latur að eðlisfari , en að taka undir svona lygar , eins og hér á við , það verður þér og þínum einvörðungu til minnkunnar .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2015 kl. 15:20

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lausnin er einföld: Að kjósa fleiri pírata á þing, nægilega marga svo þeir geti sent fulltrúa sinn á alla fundi sem haldnir eru. Það er það eina sem gæti komið til móts við þessar gagnrýnisraddir.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2015 kl. 19:58

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þjóðin er bara einfaldlega hætt að NENNA að kjósa hina flokkana. Tek svo undir með síðasta ræðumanni þar sem ég nenni ekki að ræða meira svona ómerkilegt mál.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.5.2015 kl. 22:19

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er verið kjósa Jósef? Og letin ræður för! 

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2015 kl. 23:35

16 Smámynd: Baldinn

Þetta er eina síðan á landinu sem bergmálar.  Þegar Páll hefur skrifað einhverja vitleysu að þá  mætir litli Predikarinn og bergmálar Pál.  Hvorugur ykkar veður í vitinu svo það er ekki mema von að þið skiljið hvers vegna fólk hallast að Pírötum í dag.

Baldinn, 21.5.2015 kl. 09:10

17 Smámynd: Steinarr Kr.

Hefur einhversstaðar komið fram að Ratar hafi beðið um breytingar á föstum fundartímum nefnda, til að geta betur ráðið við verkefnið?  Ef ekki, af hverju hafa þeir ekki beðið um það?

Steinarr Kr. , 21.5.2015 kl. 09:42

18 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

*dæs*
Píratar hafa beðið endurtekið um það að nefndarfundir séu ekki svo harðlæstir og lokaðir nema rætt sé um viðkvæm mál svo að varaþingmenn geti setið fundi þannig að það sé hægt að mæta betur. Alþingi hefur ekki viljað gefa þann möguleika.

Píratar vilja mæta, en þeir geta ekki beygt rúm og tíma. 

Hans Miniar Jónsson., 21.5.2015 kl. 11:56

19 Smámynd: Steinarr Kr.

Og ætla varaþingmennirnir að gera þetta í sínum frítíma?  Erum við ekki að greiða nægilega mikið í laun þarna á Alþingi?

Steinarr Kr. , 21.5.2015 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband