Föstudagur, 15. maí 2015
Stjórnarandstaðan virðir ekki lýðræðið
Málþóf stjórnarandstöðunnar á alþingi kemur í veg fyrir að þjóðþingið vinni vinnuna sína; taki mál á dagskrá og afgreiði í atkvæðagreiðslu eða með öðrum hætti.
Gíslataka stjórnarandstöðunnar á alþingi sýnir ábyrgðaleysi og lítilsvirðir lýðræðisleg vinnubrögð.
Stjórnarandstaðan grefur undan sjálfri sér með þessum vinnubrögðum. Ríkisstjórnin má vel við una enda geta vinnubrögð minnihlutans ekki annað en styrkt ábyrga stjórnmálaflokka eins og Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.
Ísland sé forystulaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Virti stjórnarandstaðan gegn ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms lýðræðið? Minnist þú ekki þálþófsins, sem sú stjórnarandstaða stóð fyrir?
Sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 15.5.2015 kl. 13:11
Sigurður, við erum enn að vinna úr ólýðræðislegum gjörningi Jóhönnustjórnar.Hún gekk fram af þjóðinni með ólöglegri umsókn í ESB. Þá voru hvorki fallvötn,landslag né sjórinn í kring heilög eign þjóðarinnar. hjá Esb,innleiðingar sinnum.
Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2015 kl. 14:06
Í sambandi við rammaáætluna langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi:
„Það sem vekur athygli í stuttri sögu Umhverfisráðuneytisins er að frá stofnun þess hafa mismunandi hugmyndir um eignarhald, virkjunarframkvæmdir og verndunarsjónarmið verið mjög í sviðsljósinu. Eftir síðasta kjörtímabil ætti það að vera ljóst að þó stjórnmálamennirnir kunni að takast á um einstaka virkjunarkosti þá telja þeir flestir eðlilegt að leigja aðgang að náttúruauðlindunum og verðleggja hvers konar nýtingu þeirra.
Í þeim anda hafa veiðigjöld verið sett á fiskinn og sala á vatnsveitum er þegar hafin með sölu vatnsveitunnar á Suðurnesjum til einkafyrirtækis (sjá hér). Í þessum anda var Rammaáætlun síðustu ríkisstjórnar sett saman þar sem svonefndir „virkjunarkostir“ hafa verið flokkaðir niður í þrjá mismunandi flokka sem eru eftirfarandi: orkunýtingar-, bið- og verndarflokkur (sjá hér) Í athugasemdum við þá þingsályktunartillögu Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra sem hefur verið kennd við rammaáætlun og dregur fram hugmyndir síðustu ríkisstjórnar um “virkjunarkosti“, segir [...]
Af orðum Katrínar Júlíusdóttur hér að ofan ætti að vera ljóst að sá merkimiði, sem stjórnvöld settu á þá náttúru sem hefur verið skilgreind sem „virkjunarkostur“, verður endurmetinn á a.m.k. fjögurra ára fresti út frá forsendum „verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar“ (sjá hér).
M.ö.o. þá eru Þeistareykir, Þjórsá, Markarfljót og Geysir allt virkjunarkostir. Þó þeim hafi verið raðað í þrjá mismunandi flokka af síðustu ríkisstjórn þá er möguleikinn til að breyta því fjórum árum síðar skilinn eftir opinn. Það er þess vegna engin trygging fyrir því að Geysir sem síðasta ríkisstjórn setti í verndarflokk færist ekki yfir í annan flokk innan virkjunarkostanna.“ (sjá nánar hér: http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1357882/)
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.5.2015 kl. 20:30
Tek undir með Rakel.
Hverju orði sannara.
Sigurður Kristján Hjaltested, 15.5.2015 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.