Föstudagur, 15. maí 2015
Áfengur áróður
Áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara. Óábyrg meðferð áfengis veldur fjölskylduharmleikjum og er þjóðfélaginu dýrkeypt vegna heilsu- og eignatjóns.
Af þessu tvennu leiðir að engar þær breytingar ætti að gera á núverandi fyrirkomulagi áfengissölu sem minnsti möguleiki er á að auki neyslu áfengis og/eða auðveldi aðgengi ungs fólks að áfengi.
Umræðan um hvort áfengi skuli selt í matvöruverslunum leiðir í ljós að bæði mun neysla áfengis aukast og aðgengi ungs fólks verður greiðara að þessari vöru.
Öll hagkvæmni- og kostnaðarrök blikna hjá lýðheilsurökum í áfengisumræðunni. Ef það er svo, samkvæmt keyptri skýrslu áróðursmanna fyrir áfengi í matvöruverslanir, að áfengissala skili ríkinu ekki nógum tekjum þá er einfalt svar við því: við hækkum verðið á áfengi.
Taprekstur á Vínbúðahluta ÁTVR? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekkert sem segir að neysla muni aukast, þó smásala færist úr sérhæfðum ríkisverslunum í aðrar verslanir. Né að það hafi áhrif á misnotkun, sem hvorki verður breytt með takmörkuðu aðgengi né háu verði.
Sykurskatturinn virkaði ekki, hækkun á áfengi mun á sama hatt ekki virka, en getur haft aðrar og verri afleiðingar, eins og aukið heimabrugg, eða notkun á öðrum vímuefnum. En á það mega forræðishyggju menn ekki heyra á minnst.
Steinarr Kr. , 15.5.2015 kl. 09:50
Ég er alveg sammála þér Páll.
Fólk sem hefur losnað undan áfengisbölinu og sniðgengur vínbúðir á ekki að þurfa að hafa vínflöskur fyrir augum sér er það fer að versla í matinn.
Vínbúðir hafa dugað hinum drykkfelldu vel hingað til og að færa það yfir í matvöruverslanir væru mikil mistök, sama hvað aðrar þjóðir gera.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.5.2015 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.