Menntun og sæluríki mannauðsstjórnunar

Sérfræðivæðing samfélagsins býr til vandamál fyrir sérfræðinga að leysa. Metnaður sérfræðinga stendur til að raða samfélaginu upp í einingar, flokka þær og setja saman eftir forskrift. Tillaga í þessa átt var birt undir formerkjum mannauðsstjórnar í Morgunblaðinu í dag.

Meistari i mannauðsstjórnun, Jason Már Bergsteinsson, leggur til að Hagstofan ráði fólk til að safna gögnum undir merkingarlausu hugtaki - ofmenntun - enda það forsenda fyrir flokkun og undanfari stýringar á námsvali ungs fólks.

Ofmenntun er merkingarlaust hugtak sökum þess að enginn getur ofmenntað sig, jafnvel þótt hann sé vel greindur, iðinn og stundi nám ævina langa. Menntun er að manna sig og enginn getur verið ,,of mennskur". Nema, auðvitað, í augum sérfræðinga sem vilja setja saman sæluríkið.

Í prentútgáfu Morgunblaðsins er haft eftir Jasoni Má: ,,Fólk skynjar að það er ofmenntað og það vill ekki vera það því það getur ekki verið markmiðið með menntuninni."

Hugtakaruglingurinn er neyðarlegur. Með góðum vilja má gefa sér að Jason Már eigi við starfsþjálfun en ekki menntun. Starfsþjálfun er þrengra hugtak og afmarkaðra en menntun. Niðurstaðan verður engu að síður jafn vond. Sú hugsun svífur yfir vötnum að dýpsta þrá sérhvers einstaklings sé að vera tannhjól í gangverki mannauðsstjórnunar.

Jason Már gagnrýnir samskiptaleysi skóla og atvinnulífs. Hann gefur sér að atvinnulífið viti með fimm til tíu ára fyrirvara, þ.e. þann tíma sem meistara- og doktorsnám tekur, hver þörfin verði fyrir tiltekna sérfræðinga.

Enginn í atvinnulífinu veit þörfina fyrir lögfræðinga, verkfræðinga, viðskiptafræðinga, heimspekinga, sagnfræðinga, lækna, bókmenntafræðinga og aðra sérfræðinga eftir fimm eða tíu ár.

Eina leiðin til að vita þörfina fyrir sérfræðinga er að ákveða fyrirfram hver hún skal vera. Í Sovétríkjunum sálugu voru gerðar fimm ára áætlanir sem stýrðu þjóðfélaginu.

Sæluríki mannauðsstjórnunar rennur upp þegar stóri bróðir ákveður samfélagsþróunina. Afmennskun er fyrsta skrefið í þá átt. Hugtakið ,,ofmenntun" er verkfæri til að hefja afmennskunina. Hagstofan ætti að gera það viðvik fyrir frjálst samfélag að taka ekki upp flokkinn ,,ofmenntun" í hagtölum lýðveldisins.

 


mbl.is Ofmenntun á vinnumarkaði er 19,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Frábær greining Páll.  Hugtakið "ofmenntun" er hugmyndafræðilegur ómöguleiki.  Menntun getur auðveldlega orðið of lítil, aldrei of mikil.  Því meiri, því farsælli fyrir sérhvert samfélag

Kristján Þorgeir Magnússon, 14.5.2015 kl. 13:24

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hafðu þökk kæri Páll fyrir góða greiningu - alls ekki ofaukna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.5.2015 kl. 14:13

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála.  Ofmenntun getur ekki þýtt annað en menntun umfram þarfir einhvers annars en viðkomandi ofmenntaðs.
"Menntun er máttur" segir gamla máltækið.  Sennilega er það málið.

Kolbrún Hilmars, 14.5.2015 kl. 16:14

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er Eilífur ruglingur með þessi hugtök og þvi lengri sem skólagangan er því minna gera menn sér grein fyrir merkingu þessara orða. Þakka greininguna Páll.

Ragnhildur Kolka, 14.5.2015 kl. 17:24

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gód greining og hverju ordi sannari.

Halldór Egill Guðnason, 14.5.2015 kl. 18:48

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það kviknaði á langdræga minninu við áhugaverða lesturinn hér.Ung og fávís var mér sérstaklega bent á mann sem sagður var ofviti.Forvitni var svalað með ýktum lýsingum á alfræðiþekkingu og guðdómlegum gáfum.

Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2015 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband