Miðvikudagur, 13. maí 2015
Verkföll til að auka atvinnuleysi og verðbólgu
Verkalýðsforystan berst ekki ekki fyrir hagsmunum þeirra lægst launuðu með kaupkröfum sem ekki er innistæða fyrir. Næðu slíkar kauphækkanir fram að ganga yrði verðbólga fljót að éta upp kauphækkunina og hærri vextir myndu skila sér í færri atvinnutækifærum.
Hærri verðbólga og minni atvinna kæmist fyrst og verst niður á láglaunahópum. Á meðan þensla er í atvinnulífinu, eins og nú er, þá verða atvinnurekendur að yfirborga launataxta til að halda í starfsfólk. Við atvinnuleysi minnka yfirborganir enda nægt framboð af starfsfólki.
Ef verkalýðsforystan kanni ekki að gera aðra samninga en þá sem stuðla að verðbólgu og atvinnuleysi er illa komið fyrir samtökum launþega.
Hvaða hagsmuni er verið að verja? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.