Grikkir fái gevru - nýjan gjaldmiðil

Til að Grikkir komist út úr skuldavandanum verða þeir að fá nýjan gjaldmiðil sem yrði gjaldfelldur gagnvart evru og gerði Grikkland samkeppnishæft á ný. Grikkir vilja á hinn bóginn ekki úr evru-samstarfinu. Millivegur er að búa til gríska evru, gevru.

Þýskur bankamaður er sagður höfundurinn að gevrunni. Hann fékk áheyrn bæði hjá gríska fjármálaráðherranum og forsætisráðherra Grikklands, Alexi Tsipras.

Hugmyndin gengur út á að borga ríkisstarfsmönnum laun með gevrum. Gevran yrði lögeyrir í Grikklandi samhliða evrunni. Munurinn væri sá að gevran félli gagnvart evru, líklega á bilinu 30 til 60 prósent, og myndi þannig lækka launakostnað í landinu og gera almenning fátækari en landið samkeppishæfara.

Kosturinn við gevru-hugmyndina er að Grikkir þyrftu ekki að segja sig úr evru-samtarfinu, heldur væru þeir með tvo gjaldmiðla.

Ókosturinn er að gríska hagkerfið yrði formlega neðanjarðarhagkerfi á evru-svæðinu. Og ef þessu neðanjarðarhagkerfi myndi lukkast að bæta lífskjörin gæti það orðið fyrirmynd fyrir önnur evru-ríki. Sem myndi draga úr trúverðugleika evrunnar.

Umræðan um gevruna sýnir örvæntinguna í evru-samstarfinu, Grikklandi sérstaklega.


mbl.is Aðeins ein áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband