Þriðjudagur, 12. maí 2015
Árni Páll virkjar Gullfoss og sundurlyndi
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, líkti tillögu atvinnuveganefndar um að bæta við virkjunarkostum án þess að fagleg umfjöllun hafi farið fram um þá við það að tilkynnt væri að virkja ætti Gullfoss.
Samfylkingarfélagi Árna Páls í Bjartri framtíð, Guðmundur Steingrímsson, ,,sagði að með tillögunni væri verið að færa sundurlyndisfjanda inn í þingsalinn."
Það mætti framleiða nokkur megavött með ýkjum og sundurlyndi í þingsalnum við Austurvöll.
Ramminn ekki af dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt fram á miðjan vetur var þrýstingur á Orkustofnun að setja kraft í að klára vinnu við Dettifossvirkjun, sem dulbúin var undir nafninu Helmingsvirkjun, og notað lítt kunnugt örnefni skammt frá sjö kílómetra langri stíflunni.
Orkustofnun hætti við þetta, í bili að minnsta kosti, þegar í ljós kom að virkjunin yrði innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
En það er lítilfjörleg hindrun hjá Framsóknarráðherrum. Siv Friðleifsdóttur varð ekki skotaskuld úr því að aflétta friðun Kringilsárrana vegna Kárahnjúkavirkjunar og Valgerður Sverrisdóttir lýsti því yfir að friðanir væru aðeins hugtak, sem mætti sniðganga að vild hvenær sem þyrfti að virkja.
Virkjun Dettifoss mun vafalaust dúkka upp aftur þegar sagt verður að hún sé brýn nauðsyn til þess að forða þjóðinni frá rafmagnsskorti, eins og nú er sagt, enda þurfti engan Árna Pál til að finna þessa virkjun upp, því að hún er búin að vera draumur virkjanafíklanna um áraraðir.
Ef þetta verður eftir svo sem tíu ár, þegar stefnt er að, að búið verið að virkja tvöfalt meira en nú er búið að gera, munum við Íslendingar framleiða tiu sinnum meira rafafl en við þurfum fyrir íslensk heimili og fyrirtæki í eigu Íslendinga, og samt verður áreiðanlega sagt að það þurfi að virkja, því að það fáist svo gott verð fyrir rafmagnið um sæstrenginn sem sé að "bjarga þjóðinni".
Ómar Ragnarsson, 12.5.2015 kl. 21:41
Hverjum heilvita manni dettur í hug að virkja nema vegna þjóðarhagsmuna. Þeir eru ekki svo margir af þeim rúml.320.þús hræðum sem verða að afla tekna og greiða í sameiginlega sjóði ríkisins. Það er urmull af fallvötnum sem virkja má án þess að skerða fegurð náttúrunnar neitt,við kunnum líka að meta það. Við,sem þú Ómar kallar svo smekklega virkjunatfíkla,en er miklu nær að kallast virkjunarhneigð,smbr.samkynhneigð.En persónulega er ég á móti virkjunum til rafmagnsútflutnings með sæstreng.
Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2015 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.