Þriðjudagur, 12. maí 2015
Hvernig á ekki að vinna úr ósigri
Vinstrimenn á Íslandi gætu lært af sálufélögum sínum í Verkamannaflokknum breska hvernig á að taka ósigri í kosningum. Að tók sumir samfylkingarkast á lýðræðið og hraunuðu yfir sigurvegarana.
En jafnt yfir fara trúnaðarmenn Verkamannaflokksins yfir lélegustu úrslit í meira en þrjátíu ár með það í huga hvað megi læra af viðbrögðum kjósenda. Og það er ekki steintaflan misheppnaða sem skýrir tapið.
Kjósendum fannst Verkamannaflokkurinn gleyma að metnaður sé heilbrigður. Áhersla flokksins var öll á að úthluta opinberum gæðum en ekki hvatning til sjálfsbjargar. Þetta er greining bróður formannsins sem varð að víkja í kjölfar ósigursins.
Man einhver eftir umræðu meðal vinstriflokkanna á Íslandi eftir sögulegan ósigur vorið 2013?
Afstaða vinstrimanna var að kjósendur hefði brugðist. Þau viðbrögð kunna ekki góðri lukku að stýra. Enda eru vinstriflokkarnir enn í pólitísku útlegðinni sem kjósendur sendu þá í fyrir tveim árum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.