Ísland hf. og skipting þjóðarkökunnar

Einkaeign og almannaeign eru hugtök sem lengi vel vísuðu í tvær andstæðar þjóðfélagsgerðir, kapítalisma og sósíalisma. Án verulegrar umræðu er þriðja þjóðfélagsgerðin óðum að yfirtaka hinar tvær.

Lífeyrissjóðir eru ráðandi í eignarhaldi á atvinnufyrirtækjum. Auðlindir í fiskimiðum og vatnsföllum eru sameiginleg eign þjóðarinnar. Yngsta atvinnugreinin, ferðamannaþjónusta, þrífst á því að selja aðgang að landinu okkar.

Þegar það liggur fyrir að við eigum efnisleg verðmæti að stærstum hluta saman er það aðeins spurning um útfærslu hvernig við skiptum verðmætunum á milli okkar.

Og þótt útfærslan geti verið snúin, enda í mörg horn að líta, er það okkur ekki ofviða að finna ásættanlega lausn fyrir alla.


mbl.is Komið að atvinnurekendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gætir þú verið sammála því að upptaka UPPBPÐSKERFIS væri réttlátara kerfi

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1382153/

en það sem nú er í gangi hjá sitjandi stjórnvöldum?

http://jack-daniels.is/index.php/sex-ara-uthlutun-a-makrilkvota-er-i-raun-12-ara-binditimi-ran-um-habjartan-dag/

Jón Þórhallsson, 12.5.2015 kl. 08:03

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki má heldur gleyma ohf fyrirtækjunum, sem eru einhverskonar bastarður í þessu kerfi. Þau eru rekin sem sjálfstæð eining, án afskipta eigenda, þ.e. þjóðarinar. Svo þegar eitthvað bjátar á, fyrirtækið illa rekið eða það verður fyrir einhverjum áföllum, oftast innanbúðar, þá mega eigendurnir koma og borga.

Gunnar Heiðarsson, 13.5.2015 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband