Stríð við BBC, skuldauppgjöf hjá RÚV

Íhaldsmenn í Bretlandi ætla í stríð við BBC, segir í frétt Telegraph, m.a. fyrir sakir hlutdrægni breska ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins er á hnjánum fyrir framan RÚV og ætlar að gefa áróðursmiðstöð vinstrimanna nokkra milljarða.

BBC er umdeilt og er með ýmislegt sér til ágætis. RÚV er umdeilt og fátt sem mælir með óbreyttum rekstri.

Ef Illugi getur ekki staðið í fæturna gagnvart RÚV er nærtækt að láta Vigdísi Hauksdóttur taka þar til hendinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvað höfum við að gera með liðleskjur í ráðherradómi? því miður hefur Rúv. gengið fram af fólki,sem hélt sig greiða með hlutlausum ríkisfjölmiðli. Að ætla síðan að leggja þeim til nokkra milljarða gengur ekki.  - Vigdísar er þörf víða í stjórnsýslunni,tekur faglega á nánast öllum hlutum. 

Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2015 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband