Mánudagur, 11. maí 2015
Samfylkingarverkföll
Yfirlýstur tilgangur Samfylkingar breytist einatt í andstöðu sina. Í ríkisstjórn sagðist Samfylkingin slá skjaldborg um heimilin en skildi þau eftir í rjúkandi rúst. Flokkurinn skráði Ísland í hraðferð inn i Evrópusambandið en fór á hraða snigilsins og stöðvaðist við fyrstu mótstöðu.
Samfylkingin ætlaði að breyta stjórnarskrá Íslands en forsjónin kom því svo fyrir að axarsköft flokksins leiddu til þess að stjórnarskráin er hólpin um fyrirsjáanlega framtíð.
Og nú standa samfylkingarverkföll yfir. Þau lækka verðbólgu.
Verkfall minnkar verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.