Laugardagur, 9. maí 2015
Móteitur við ESB-sósíalisma
Sigur Íhaldsflokksins og David Cameron er móteitur við ESB-sósíalisma og til muna betra framlag til evrópskra stjórnmála en uppreisnarfólkið í Aþenu, skrifar aðalritstjóri Die Welt.
Breski Íhaldsflokkurinn er gagnrýninn á Evrópusambandið og telur valdheimildir Brussel alltof miklar í innanríkismálum aðildarríkja. Íhaldsflokkur efnir til þjóðaratkvæðagreiðslu að tveim árum liðnum um það hvort Bretar skuli vera aðildarríki Evrópusambandsins eða ekki.
Fram að atkvæðagreiðslunni mun Cameron, með sterkt umboð breskra kjósenda, semja um nýja skiptingu valdheimilda milli ESB og aðildarríkja.
Aðalritstjóri Die Welt telur að Angela Merkel kanslari Þýskalands eigi til muna meiri samleið með Cameron en ýmsum starfsbræðrum sunnar í álfunni sem óska sér þýskra fjármuna en ekki þýskrar ábyrgðar (bloggari umorðar ritstjórann).
Líklegt er að ríki eins og Pólland, Svíþjóð og Finnland eigi samleið með Þýskalandi og Bretlandi að auka einstaklingshyggjuna í Evrópusambandinu og draga að sama skapi úr sósíalismanum.
Tíundaði kosningaloforð íhaldsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.