Árni Páll skuldar Steingrími J. afsökunarbeiðni

Formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, segir á forsíðu Fréttablaðsins í dag að hann vilji norræna velferð á Íslandi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. var kynnt til sögunnar í Norræna húsinu 10. maí 2009 undir merkjum norrænnar velferðar.

Steingrímur J. Sigfússon þáverandi formaður Vinstri grænna var aðalhöfundur að yfirlýstu heiti Jóhönnustjórnarinnar; norræna velferðarstjórnin.

Árni Páll og félagar hans í Samfylkingunni laumuðu á hinn bóginn tifandi tímasprengju í farangur velferðarstjórnarinnar sem var ESB-umsóknin.

Árni Páll fær ekki hvorttveggja í senn, norræna velferð og aðild að Evrópusambandinu. Allir sem kunna eitthvað smávegis í sögu vinstristjórnmála á Íslandi vita þetta. Árni Páll ætti fyrir hönd Samfylkingar að biðja Steingrím J. afsökunar á tímasprengjunni.

Annað mál og sjálfstætt athugunarefni er hvernig í veröldinni því víkur við að formaður flokks jafnaðarmanna á Íslandi kunni ekki muninn á grískum harmleik og norrænni velferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt! En viðtalið lýsir svo ekki verður um villst,að forystan kunni ekki heldur að taka ósigri í seinustu kosningum.Þá hafði Árni nýtekið við sem formaður og fyrri hluti kjörtímabilsins farið i að hald flokknum saman.Svona í orðsins fyllstu merkingu,hefð það verið vitið meira.  

Helga Kristjánsdóttir, 8.5.2015 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband