Gríski vandinn er vandi ESB í hnotskurn

Grikkir töldu sig eiga efni á lífskjörum sem fást með þýskum vöxtum og grískri framleiðni. Þannig höguðu Grikkir sig í áratug. En svo kom að skuldadögum, eftir lánsfjárkreppuna 2008. Síðan eru Grikkir í varanlegri gjörgæslu.

Öll ríki Evrópusambandsins eru að baki sjónarmiði þýska fjármálaráðherrans að Grikkir eyði um efni fram og verði að skera upp ríkisfjármálin, lækka lífeyrisgreiðslur og hemja önnur útgjöld.

Grikkir svara á móti að þeir séu fullvalda þjóð sem hagi fjármálum sínum í samræmi við grískan þjóðarvilja, eins og hann birtist í kosningum.

Þar stendur hnífurinn í kúnni. Til að evran virki og þar með ESB verða aðildarríki sambandsins að aftengja lýðræðið heima fyrir og fallast á forræði Brussel í ríkisfjármálum.

Grikkland er vagga vestræns lýðræðis. Fyrir 2500 árum ræddu aþenskir heimspekingar og borgarar hvert væri heppilegasta stjórnarfyrirkomulagið. Engum datt í hug það fyrirkomulag að ákvörðunarvald yfir brýnustu samfélagsmálum skyldi flutt sem lengst frá heimahögunum.

Þegar valdið í málefnum samfélagsins er gert útlent, brýst út ófriður. Það segir sig sjálft.


mbl.is Skref í átt að lokasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband