Miðvikudagur, 6. maí 2015
Krónan og heimsgjaldmiðlarnir
Um 20 seðlabankar á heimsvísu standa í gjaldmiðlastríði þar sem þjóðlönd og heimsálfur keppast við að ná forskoti í innbyrðis samkeppni. Nouriel Roubini gerir myntstríðið að umtalsefni.
Gjaldmiðlar eru miskunnarlaust notaðir til að verja útflutningsstöðu viðkomandi gjaldmiðlasvæða. Roubini vekur athygli á að summa halla og afgangs allra útflutningsríkja er núll. Þegar eitt ríki, eða gjaldmiðlasvæði, skilar afgangi í utanríkisviðskiptum er það á kostnað annarra.
Auðveldast er að ná samkeppnisforskoti í gegnum lækkun gjaldmiðils. Stórar þjóðir og smáar reyna hvað þær geta til að haga skráningu sinna gjaldmiðla sér til hagsbóta.
Yfirstandandi gjaldmiðlastríð minnir okkur á mikilvægi þess að búa við eigin gjaldmiðil. Án krónunnar værum við undirorpin útlendum hagsmunum sem taka ekki mið af íslenskum efnahagsstærðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.