Miðvikudagur, 6. maí 2015
Stjórnmálin bjarga okkur frá verkföllum
Stjórnmálin eru eina haldreipi þjóðarinnar andspænis samfélagsóreiðunni sem verkalýðsforystan boðar. Í stjórnmálum er staðan þessi gagnvart verkföllum:
a) Ríkisstjórnarflokkarnir eru einhuga um að hafna verðbólgusamningum.
b) Stjórnarandstaðan þorir sig ekki að hræra; vinstriflokkarnir vegna þess að þeir eru ekki með neitt fylgi og Píratar eru ekki með neina stefnu.
Verkalýðsforystan er ekki í neinum færum að breyta stjórnmálastöðunni. Þegar rennur upp fyrir verkalýðsforystunni að hún tapar umræðunni og að tapið verður því meira sem verkföll dragast á langinn þá verður samið.
![]() |
Stefnir í 70.000 manna verkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mann finnst nú tími til kominn að þú fáir borgað, Páll, fyrir að vera almannatengill fyrir ríkisstjórnina. Það virkar einhvern veginn ósanngjarnt að þú fáir ekkert borgað fyrir alla þessa vinnu.
Wilhelm Emilsson, 6.5.2015 kl. 20:13
Kæri Wilhelm.
Þetta finnst mér ómakleg pilla á Pál. Er ekki leyfilegt að hafa skoðair á málum ? Ekki hvað síst þegar þær eru heilbrigðar og r0k eru færpð fyrir þeim.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.5.2015 kl. 23:16
Sæll, predikari góður. Ég er nú ekki að banna Páli að hafa skoðanir. Ég er bara að segja mína skoðun á hans skoðunum. Málfrelsið virkar í báðar áttir, ekki satt?
Ég ætla ekki að leggja mat á hvort skoðanir Páls í þessum pistli eru heilbrigðar eða óheilbrigðar og ég tek það fram að ég er ekkert á móti því að fólk tjái skoðanir sem sumum kunni að finnast óheilbrigðar.
Ef mér fyndist allt heilbrigt og röklegt sem Páll skrifar á síðunni sinni myndi ég sennilega hætta að lesa pistlana hans.
Wilhelm Emilsson, 6.5.2015 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.