Þriðjudagur, 5. maí 2015
Verkalýðsforystan hafnar 23,5% launahækkun
Samtök atvinnulífsins bjóða 23,5% hækkun dagvinnulaun á þriggja ára samningstíma. Verkalýðsforystan segir nei takk.
Tilboð SA hækkar meðaldagvinnulaun félagsmanna Starfsgreinasambandsins úr 260 þús. kr. á mánuði í 320 þús. kr. Verkalýðsforystan segir nei takk.
Jamm.
Segja tilboð SA gróflega afbakað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Láglaunafólk þarf að lifa í Íslensku samfélagi, eftir að það sama láglaunafólk hefur hlaupið fram og til baka við að skila skatt/lífeyrissjóðsrændum "launum" (þrælalaunum) sínum, til rán-dýru og háskólamenntuðu "þjónustukúgaranna", og til hýbýlakostaðar/matarkostnaðar.
Útkoman eftir þessar þjónustugreiðsluferðir kerfisrændra og velferðarkerfisþjónandi láglaunaþega er eiginlega nálægt núllinu!
Það verður að viðurkenna raunveruleikann í Íslensku láglauna-raunútborgunarkaupmáttar-samfélagi!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2015 kl. 22:16
Anna Sigríður,allir viðurkenna að launin þurfa að hækka,en það er til lítis gagns ef nauðsynjar hækkuðu nánast um leið.Ég trúi að ríkistjórnin komi að samningum um síðir,þeir hafa ýmsa kosti,en eins og forsætisráðherra segir,;Hann ætlar ekki að bæta sprekum á ófriðarbálið. Það er til lítils að vinna fyrir þennan forherta GÍG. Væru þessi átök í venjulegu árferði þá!??- En yfir okkur voma ESb.dindlar og þess vegna í mörg horn að líta. Þeim getur ekki verið meira sama um afkomu íslanska ríkisins,ef þeir fá ekki að ná tilgangi sínum að hneppa okkur sem ómaga í ESB.
Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2015 kl. 23:56
Helga. Ég skil vel hvað þú meinar, og er sammála þér.
Það situr mjög í mér, sem Benedikt Jóhannesson "mótmælaforinginn" sagði, þegar hans ESB-lið fékk ekki kosningu um framhald á ESB-aðlöguninni. ESB-aðlöguninni sem Íslendingar fengu ekki einu sinni að kjósa um að fara af stað í, í upphafi?
Hann sagði að ríkisstjórnin skyldi fá að finna fyrir því hvað það kostaði, ef þeir myndu "svíkja" ESB-framhalds-kosningu á upphafs-þjóðarkosninga-svikinni aðkomu að ESB-aðlöguninni!
Siðblindan virðist vera allsráðandi hjá sumu embættis-valdafólki, sem vill halda áfram við ESB-regluruglsaðlögun að þrælabanka-bandalaginu, sem þjóðin fékk ekki einu sinni að kjósa um í upphafi?
Þetta lýsir mjög nákvæmlega hvernig EES/ESB-bankaráns-hertökuaðferðinni er beitt gegn þjóðríkjum og almenningi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2015 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.