Þriðjudagur, 5. maí 2015
Vinstriflokk handa Katrínu Jakobs - Sollusyndrómið
Árni Páll Árnason og Guðmundur Steingrímsson eru í allri vinsemd beðnir að víkja sem formenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar svo hægt sé að smíða stjórnmálaflokk að baki Katrínar Jakobsdóttur formanni Vg.
Á þessa leið skrifar Jón Kalman Stefánsson í Kjarnann og fær kröftuga endurbirtingu í netmiðlum vinstrimanna. Tilefnið er skoðanakönnun sem sýnir Katrínu njóta mesta trausts íslenskra stjórnmálamanna. Flokkurinn sem hún er formaður fyrir mælist með tíu prósent fylgi.
Af grein Jóns Kalmans að ráða má ráða að helsta verkefni nýs stjórnmálaflokks vinstrimanna sé að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn - hinn turninn.
Tilraun í þessa veru var gerð með stofnun Samfylkingar um aldamótin. Leiðtogaefnið þar hét Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Meira þarf til en formann að smíða stjórnmálaflokk. Aðalefnið í smíðina heitir pólitík og þarf að vera blanda af kærleik og gagnrýni ásamt hagkvæmnisrökum. Vinstrimenn eiga lítið til af slíku efni. Öll orka þeirra hin síðari ár fer í að hatast við allt og alla.
Hatursorðræðan skilar sundrungu, þess vegna eru vinstrimenn í þremur og hálfum flokki.
Athugasemdir
Katrín Jakobsdóttir ætlar að flytja inn flóttafólk frá NATO-herteknum ríkjum, og stilla þeim upp í röð fátækra hjá hjálparstofnunum. Svo ætlar hún að koma þeim í vinnu sem ekki er launuð nægilega fyrir grunnþörfum.
Sorglegt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2015 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.