Skipulagsvald flugvalla til ríkisvaldsins

Í borgarstjórn Reykjavíkur ráða kreddur lítillar klíku sem má kenna við póstnúmerið 101. Ein alvarlegasta kreddan er að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni skuli víkja og slíta þar með á flugsamgöngur við landsbyggðina.

Þrátt fyrir margyfirlýstan vilja almennings, bæði í höfuðborginni og á landsbyggðinni, um að flugvöllurinn skuli kjurr lætur borgarstjórn Reykjavíkur sér ekki segjast og sigar jarðýtum verktaka á helgunarsvæði vallarins.

Alþingi er æðsta yfirvald þjóðarinnar. Þegar fullreynt er að undirstofnun í þjóðfélaginu, þ.e. borgarstjórn Reykjavíkur, tekur ekki sönsum í mikilvægu hagsmunamáli almennings og binst vanheilögu bandalagi við verktaka að eyðileggja almannagæði þá er kominn tími til að alþingi skerist í leikinn.

Alþingi ætti að flytja skipulagsvald flugvalla og helgunarsvæðis þeirra til innanríkisráðuneytisins. Þar með væru málefni þjóðarflugvallarins í Vatnsmýri komin í réttan farveg og minni hætta á að sértrúarkennd kredduhugsun ráði ferðinni í hagsmunamáli almennings.


mbl.is Skilaboð til meirihlutans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek undir þetta í einu og öllu. Við höfum fordæmi. Þetta var gert af illri nauðsyn þegar Keflavíkurflugvöllur var byggður. 

Ómar Ragnarsson, 4.5.2015 kl. 08:03

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kastljós ruv mætti að ósekju stilla mönnum upp með og á móti. Hver ætti að sitja andspænis Degi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.5.2015 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband