Fimmtudagur, 23. apríl 2015
Hamingjan er valdleysi vinstriflokka
Eftir að þjóðin eftirminnilega hafnaði forsjá vinstriflokkanna, í kosningum til alþingis vorið 2013, gengur okkur flest í hag.
Hamingja þjóða er ákvörðuð útfrá ýmsum þáttum. Meðal annars er hún metin útfrá vergri þjóðarframleiðslu, félagslegum stuðningi, lífslíkum, einstaklingsfrelsi, gjafmildi og upplifun af spillingu.
Fullvalda Ísland utan Evrópusambandsins með vinstriflokkana í eilífri stjórnarandstöðu er uppskriftin að hamingjusamri þjóð.
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta niðurstöðuna.
Ísland næstbest í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sýnist reyndar að byggt sé á gögnum frá 2013 til 2014 í þessari skýrslu þannig að Vinstri stjórnin á nú tímabil í þessari. Skýslan 2013 var byggð á gögnum frá 2010 til 2012
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.4.2015 kl. 20:53
Það var reyndar kominn hagvöxtur á lokakafla vinstri stjórnarinnar, en auðvitað var hann núverandi stjórn að þakka, að ekki sé nú talað um stjórnirnar sem voru hér við völd fyrir Hrun.
Ómar Ragnarsson, 23.4.2015 kl. 23:47
Til hvers að láta sannleykann þvælast fyrir.
Jónas Ómar Snorrason, 24.4.2015 kl. 04:42
Þá á núverandi ríkisstjórn líka stóran þátt í mikilli fjölgun ferðamanna sem hefur haldið þjóðarbúinu uppi - að ógleymdum makrílnum.
Norður Kórea Norðursins
Jón Bjarni, 24.4.2015 kl. 10:51
Hamingja þjóða eru hægri stjórnir, sbr. íhaldsstjórnin 1995-2007 sem einkavæddi okkur til fjandans...en það er svo langt síðan að allir hafa gleymst því m.a. þessi fyrrum formaður Samfó á Seltjarnarnesi...
Jón Ingi Cæsarsson, 24.4.2015 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.