Þjóðmenningin á Íslandi og Englandi - og efinn

Sumardagurinn fyrsti ætti að vera dagur íslenskrar þjóðmenningar enda standa rök til þess að dagurinn sé séríslenskur.

Sumardaginn fyrsta ber í ár upp á dag heilags Georgs sem er þjóðhátíðardagur Englendinga. Georg var ekki enskur heldur rómverskur hermaður. Englendingar eru ekkert allof vissir í sinni sök, hvort við hæfi sé að halda upp á þennan dag þótt hefð sé fyrir hátíðarhaldi.

Efinn á Englandi brýst t.d. fram í upprifjun á ,,enskum" fyrirbærum sem ekki eru ensk, þegar að er gáð.

Þjóðmenning er stórt hugtak með óræða skilgreiningu. Við vitum að til er eitthvað sem heitir þjóðmenning og hún er tákngerð á ýmsa vegu, t.d. með fjallkonunni íslensku. En það er ekki til tæmandi lýsing á þjóðmenningu, - hvorki íslenskri né enskri.

Gleðilegt sumar.


mbl.is Skátar fagna sumri víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleðilegt sumar! 

Helga Kristjánsdóttir, 23.4.2015 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband