Fimmtudagur, 23. apríl 2015
Sósíalismi atvinnurekenda og launakerfið í landinu
Verkalýðsfélög á Húsavík og á Akranesi segja fyrirtæki bíða í röðum eftir því að gera kjarasamninga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það valda glundroða ef fyrirtæki semji framhjá SA.
Orð Þorsteins endurspegla sósíalískan hugsunarhátt um að kjarasamningar skuli miðstýrðir, annars sé hætta á upplausn á vinnumarkaði þar sem hver launahöndin verði upp á móti annarri. Í sjálfu sér er vel mögulegt nokkuð sé til í þessari þjóðfélagsgreiningu Þorsteins.
Tvö atriði verður þó að hafa í huga. Í fyrsta lagi að kjarasamingar SA og verkalýðshreyfingarinnar eru um lágmarkslaun. Mörg fyrirtæki borga langt umfram lágmarkslaun. Í öðru lagi er þess að gæta að launakerfið í landinu eru alls ekki nógu gagnsætt. Hvergi er að finna upplýsingar og ekki heldur rök fyrir að tiltekið starf gefi svo og svo mikið í laun.
Við þurfum umræðu um launakerfið í landinu um hvað hver störf eiga að skila launafólki. Líklega kæmumst við ekki að endanlegri niðurstöðu en upplýsingarnar sem kæmu fram, um hvernig launakerfið í landinu er í raun og veru, myndu vera til bóta fyrir alla viðkomandi. Varla er það svo að kjaraumræðan þoli ekki staðreyndir.
12 fyrirtæki komin á listann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.