Grár köttur Steingríms J.

Í bók Björns Jóns Bragasonar, Bylting og hvað svo?, segir frá því á bls. 104 að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi litt leyft þingmönnum Vinstri grænna að fylgjast með samningum við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna.

Lilju Mósesdóttur, sem kann sitthvað fyrir sér í hagfræði, var skipulega haldið utan við samningana enda fór svo að hún hrökklaðist úr flokknum. Þórólfur Matthíasson prófessor var aftur á móti í náðinni hjá Steingrími J. og ,,,,eins og grár köttur" í fjármálaráðuneytinu".

Liður í uppgjöri við erlendu kröfuhafana var Icesave, sem í grunninn var skuld einkabanka en erlendu kröfuhafarnir heimtuðu að almenningur á Íslandi axlaði ábyrgð á.

Grái kötturinn Þórólfur Matthíasson prófessor gekk fram af bjargbrúinni í hagsmunavörslu fyrir útlendu kröfuhafana, eins og sjá má í þessari frétt af Stöð 2.

Gráir kettir og dómgreind eru sitt hvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Já og þetta er aðal ráðgjafinn "hlutlausi" ráðgjafinn sem fjölmiðlar vitna hvað mest til.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2015 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband