Miðvikudagur, 22. apríl 2015
Grár köttur Steingríms J.
Í bók Björns Jóns Bragasonar, Bylting og hvað svo?, segir frá því á bls. 104 að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi litt leyft þingmönnum Vinstri grænna að fylgjast með samningum við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna.
Lilju Mósesdóttur, sem kann sitthvað fyrir sér í hagfræði, var skipulega haldið utan við samningana enda fór svo að hún hrökklaðist úr flokknum. Þórólfur Matthíasson prófessor var aftur á móti í náðinni hjá Steingrími J. og ,,,,eins og grár köttur" í fjármálaráðuneytinu".
Liður í uppgjöri við erlendu kröfuhafana var Icesave, sem í grunninn var skuld einkabanka en erlendu kröfuhafarnir heimtuðu að almenningur á Íslandi axlaði ábyrgð á.
Grái kötturinn Þórólfur Matthíasson prófessor gekk fram af bjargbrúinni í hagsmunavörslu fyrir útlendu kröfuhafana, eins og sjá má í þessari frétt af Stöð 2.
Gráir kettir og dómgreind eru sitt hvað.
Athugasemdir
Já og þetta er aðal ráðgjafinn "hlutlausi" ráðgjafinn sem fjölmiðlar vitna hvað mest til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2015 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.