Lágmarkslaun, hámarkslaun og góðærið á landsbyggðinni

Á almenna vinnumarkaðnum er samið um lágmarkslaun. Það þýðir að skráðir launataxtar segja ekki nema hluta sögunnar um þau laun sem í boði eru. Þegar nær ekkert atvinnuleysi er í landinu eiga launþegar auðvelt með að semja um laun fyrir ofan taxta.

Útgjaldalítið er fyrir fyrirtæki að hækka kauptaxta þannig að þeir nálgist þau laun sem raunverulega eru greidd.

Á opinberum vinnumarkaði er á hinn bóginn samið um hámarkslaun. Þar gildir launataflan og lítið hægt að hreyfa sig frá henni, þótt smugur séu hér og þar, t.d. að greiða fyrir óunna yfirvinnu.

En það er tímanna tákn að verkalýðshreyfingin á landsbyggðinni ætlar að ríða á vaðið eð nýja kjarasamninga í verkfallsátökum sem litu út fyrir að vera óleysanleg.

Góðærið er á landsbyggðinni.


mbl.is Vilja semja við Framsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Víst þekkjast fyrirtæki á landsbyggðinni sem borga hærri laun en kjarasamningar segja til um. Þessi fyrirtæki eru þó hverfandi fá og eru í flestum tilfellum að ganga frá kjarasamningum við viðkomandi stéttarfélög.

En heilt yfir býr launafólk á landsbyggðinni við það að þurfa að sætta sig við þau laun sem kjarasamningar bjóða. Þess vegna kýs fólk verkfall. Ef staðreyndirnar væru eins og þú nefnir, hefðu félagar innan SGS ekki samþykkt verkfall með vel yfir 90% greiddum atvæðum. Þá væri heldur ekki vandamál fyrir atvinnurekendur að ganga frá kjarasamningum til samræmis við greidd laun.

En, því miður, þá er málið ekki eins og þú villt meina. Yfirborganir eru ekki eins algengar og þú telur, þó vissulega þær þekkist.

Kannski þú ættir að kynna þér kjarasamning SGS við SA. Þar kemur meðal annars fram að launaflokkarnir eru alls 24, laun liggja frá 201.317kr upp í 244.554kr. En málið er örlítið flóknar, því þegar sjálfur kjarasamningurinn er lesinn getur enginn komist á hærri launaflokk en þann 17., samkvæmt honum.Þar eru grunnlaun 229.978kr. Ef starfsmaður á þeim launaflokk hefur unnið hjá sama atvinnurekenda í 7 ár eða lengur eru laun hans komin upp í 238.043kr. Hærri laun er ekki hægt að fá samkvæmt þessum kjarasamning, nema með yfirvinnu eða vaktavinu. Fyrir þann sem vinnur vaktavinnu á öllum tímum sólahrings, alla daga ársins, er í vinnu meðan fjölskyldan er heima, er greit vaktaálag. Í kjarasamningi SGS við SA er þetta vaktaálag frá um 30% upp í 36%. Þarna, eins og svo víða eru þeir sem eru á lægstu launaflokkunum einnig með lægstu vaktálagsprósentuna.

Því gæti fiskeldisfræðingur með ám frá Háskólanum á Hólum eða tamningar maður með tveggja ára háskólanámi frá sama háskóla, fengið rétt rúm 310.000kr á mánuði, eftir 7 ára starf og með því að skila vinnunni á öllum tímum sólahrings, alla daga ársins. Hærra verður ekki mögulega komist samkvæmt þessum kjarasamningi.

Raunveruleg laun samkvæmt kjarasamningi SGS og SA eru því á bilinu 201.217kr upp í 238.042kr. Þetta er raunveruleikinn og þó það sé erfitt að trúa því þá er staðreyndin sú að fjöldi fólks verður að láta sér þetta nægja. 

Gunnar Heiðarsson, 21.4.2015 kl. 09:26

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svona geta bara menn skrifað sem aldrei hafa unnið handtak á sinni heimssýnaræfi.

En ok., for the sake of argument, - hvar er helst borgað yfir taxta í framsjallafyrirtækjum út á landi?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.4.2015 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband