BHM: of mikill jöfnuður, verðfall háskólamenntunar

Háskólamenn í BHM vilja auka ójöfnuð launamanna með því að þeir sem fá vinnu út á prófgráður fái hærra kaup en hinir sem búa ekki að háskólamenntun, eins og fjármálaráðherra vekur athygli á.

Verðfall bókvitsins síðustu ár er hluti þjóðfélagsbreytinga sem lítið er fjallað um. Verðfallið verður fyrst áberandi eftir að konur taka afgerandi forskot á karla í háskólamenntun.

Kjarasamningar munu ekki breyta stóru um verðfall háskólamenntunar. Líkleg niðurstaða er að menntunin sjálf verði niðurgreidd í auknum máli af samfélaginu, með námsstyrkjum í stað námslána. En það er framtíðartónlist sem engu breytir um verkföllin um þessar mundir.

Nærfellt allir háskólamenn sitja uppi með námslán sem þeir borga af fram á grafarbakkann. Hluti af lausn yfirstandandi kjaradeilu gæti verið að taka á þeim enda málsins.


mbl.is Grunnstoðir ítrekað í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband