Mánudagur, 20. apríl 2015
Verkföll gegn sjálfum sér og lygarar til leigu
Verkalýðshreyfingin er í verkföllum gegn sjálfri sér með því að lífeyrissjóðir launþega eiga ráðandi hlut í flestum stærstu fyrirtækjum landsins. Verkalýðshreyfingin situr á upplýsingum um afkomu fyrirtækja og veit vel hvað hægt er að borga í laun.
Almannatenglar, sem stundum eru kallaðir lygarar til leigu, verða að hrista fram úr erminni stóra fjöður til að fela þá staðreynd að verkföllin eru niðurstaða ráðleysis verkalýðshreyfingarinnar í stjórnum fyrirtækja.
Verkalýðshreyfingin veit hvað fyrirtækin geta borgað en þorir ekki að segja það upphátt.
Lygarar til leigu geta reynt að snúa verkföllum upp á ríkisstjórnina. En málið snýst einfaldlega ekki um ríkisvaldið. Engin ríkisstjórn ákveður hvað er til skiptanna, heldur verðmætasköpun atvinnulífsins.
Verkalýðsforystan þorir ekki að koma til dyranna eins og hún er klædd og ræður almannatengla að sauma á sig nýju fötin keisarans.
Almannatenglar veita ráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nokkrar athugasemdir við þetta:
Magnús Helgi Björgvinsson, 20.4.2015 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.