Sunnudagur, 19. apríl 2015
Grikkland gjaldþrota á mánudag
Grikkland verður gjaldþrota á mánudag og líklegast samdægurs kveður landið evru-samstarfið. Jafnvel harðir ESB-sinnar vita að dagar Grikklands eru taldir. Opinberar skuldir eru ósjálfbærar og engar líkur að grískt efnahagslíf greiði skuldirnar hérna megin næstu aldamóta.
Spurningin er aðeins; á hvaða mánudegi gefst gríska Jóhönnustjórnin upp. Við þekkjum það á eigin skinni að vinstrimenn i ríkisstjórn halda endalaust í draumóra um að heimurinn bjargi þeim frá eigin heimsku. Heimurinn starfar ekki í þágu þeirra fávísu. Skuldadagar koma, fyrr en seinna.
Roger Bootle útskýrir á yfirvegaðan hátt hvers vegna Grikkland hlýtur að hrökkva úr evru-samstarfinu við gjaldþrot.
Íslenskir ESB-sinnar eiga nokkurt verkefni fyrir höndum að útskýra hvers vegna Evrópusambandið brýtur gegn þjóðarhagsmunum aðildarríkis og fleygir Grikkjum fyrir ljónin.
ESB-sinnar á Fróni halda þeirri firru á lofti að Evrópusambandið gangi aldrei á þjóðarhagsmuni aðildarríkja sinna.
Við skulum sjá til, einhvern næsta mánudaginn, hvernig þjóðarhagsmunum Grikkja er best borgið með evru og í Evrópusambandinu.
Athugasemdir
Ertu þá að meina að fólk geti hagað sér að vild, sé það í ESB. Svo vitlaus ertu ekki Páll!
Jónas Ómar Snorrason, 19.4.2015 kl. 23:24
Jónas
Þú hefur ekki lesið grein Páls eða þú ert einn þeirra sem féllst á PISA prófinu og getur ekki lesið þér til gagns.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.4.2015 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.