Sunnudagur, 19. apríl 2015
Samherji og HB Grandi; verkföll í borg og landsbyggð
Þau orð Björns Snæbjörnssonar formanns Starfsgreinasambandsins að Samherji láti starfsmenn fyrirtækisins njóta velgengninnar en HB Grandi ekki vekja ahygli á þeirri staðreynd að verkfallsdeilurnar sem nú standa yfir eru tvíþættar.
Öðrum þræði snúast þær um sanngjarna skiptingu rekstrarafkomu fyrirtækja milli fjármagnseigenda og launþega. Hinum þræðinum eru verkföll háð vegna reiði sem tilfinningin um að vera snuðaður vekur.
Samherji er landsbyggðarfyrirtæki og hefur tekist að virkja starfsmenn með sér. HB Grandi er höfðuborgarfyrirtæki sem ekki er í sömu tengslum við starfsfólkið.
Það er verkefni stjórnenda fyrirtækja annars vegar og hins vegar forystu verkalýðsfélaga að vinna saman að því að laga sambúð fyrirtækja og launþega.
Þessi aðgerð efldi okkar fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eflaust nokkuð til í þessu. En þar sem vægi sjávarútvegs er orðinn aðeins um þriðjungur af landstekjunum, þá er það ef til vill bara gamall kækur að nota hann sem viðmið.
Hvað með ferðaþjónustuna? Er það hún sem opinberir starfsmenn treysta á að muni standa undir þeirra launahækkunum?
Kolbrún Hilmars, 19.4.2015 kl. 15:52
Reyndar hefur nú verið bent á það að ekki er allt sem sýnist í öðrum geirum en útgerð. Talað er um vaxandi hlut ferðaþjónustunnar í þjóðarkökunni. En ég á eftir að frétta af því fyrirtæki í ferðabransanum sem getur borgað hluthöfum tvo milljarða í arð. Það gerist kannski eftir fjörutíu ár þegar þau hafa starfað eins lengi og Haraldur Böðvarsson eða Hvalur hf.
Flosi Kristjánsson, 19.4.2015 kl. 20:18
Einmitt það sem ég var að hugsa, Flosi. Var það ekki einmitt þetta sem gerðist í sjávarútveginum? Hver að bjástra í sínu horni þar til kvótakerfinu var komið á.
Nú er ferðaþjónustan þar stödd (sem atvinnugrein) að kvótinn var settur á útgerðina. Verður settur slíkur kvóti á ferðaþjónustuna? Og eigum við eftir að sjá að ferðaþjónustufyrirtæki þróist til þess að verða "smábátaútgerð" eða alþjóðafyrirtæki líkt og í hinum geiranum?
Kolbrún Hilmars, 22.4.2015 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.