Laugardagur, 18. apríl 2015
Ţversögnin Katrín Jakobs og Vg - uppstokkun á nćsta leiti
Ađ forseta frátölum ber almenningur mest traust til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grćnna, Vg, ţegar stjórnmálamenn eru annars vegar. Forsenda ţess ađ stjórnmálaflokkur nái árangri er frambćrilegur formađur, ţótt ţađ sé hvergi nćrri nćgilegt eitt og sér, og samkvćmt ţví ćtti nokkur skriđur ađ vera á Vinstri grćnum.
En svo er ekki. Flokkurinn mćlist í nágrenni viđ kjörfylgiđ í síđustu kosningum, 10,9%, og tapađi ţar helming fylgisins frá 2009.
Ţversögnin um trúverđuga formanninn í fylgislausa flokknum verđur ađeins skýrđ međ málefnastöđu Vg. Stćrsti ţáttur í slćmri málefnastöđu og takmörkuđum sóknarfćrum er 16. júlí mistökin, ţegar flokksforystan kúventi áriđ 2009 í afstöđu sinni til ađildar Íslands ađ ESB og samţykkti umsókn Samfylkingar.
Forysta Vg fékk ekki nema hluta flokksins međ sér í ESB-vegferđina međ Samfylkingu, margir sögđu sig úr flokknum og ţingflokkurinn klofnađi.
Vg nćr sér ekki eftir 16. júlí mistökin. Eina huggun flokksins er ađ samkeppnisađilinn, Samfylkingin, er álíka lemstruđ og kemst hvorki lönd né strönd.
Vinstrimenn stokkuđu síđast upp flokka sína um aldamótin. Krafa um einn snúning enn á flokkunum verđur hávćr í ár og nćsta vetur til ađ vinstrimenn eygi von í kosningunum 2017.
Sú pćling verđur ofarlega í huga margra ađ međ Katrínu Jakobsdóttur sem formann í nýjum flokki vinstrimanna vćri möguleiki ađ komast í stjórnarráđiđ.
Flestir treysta Ólafi Ragnari | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.