Þversögnin Katrín Jakobs og Vg - uppstokkun á næsta leiti

Að forseta frátölum ber almenningur mest traust til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna, Vg, þegar stjórnmálamenn eru annars vegar. Forsenda þess að stjórnmálaflokkur nái árangri er frambærilegur formaður, þótt það sé hvergi nærri nægilegt eitt og sér, og samkvæmt því ætti nokkur skriður að vera á Vinstri grænum.

En svo er ekki. Flokkurinn mælist í nágrenni við kjörfylgið í síðustu kosningum, 10,9%, og tapaði þar helming fylgisins frá 2009.

Þversögnin um trúverðuga formanninn í fylgislausa flokknum verður aðeins skýrð með málefnastöðu Vg. Stærsti þáttur í slæmri málefnastöðu og takmörkuðum sóknarfærum er 16. júlí mistökin, þegar flokksforystan kúventi árið 2009 í afstöðu sinni til aðildar Íslands að ESB og samþykkti umsókn Samfylkingar.

Forysta Vg fékk ekki nema hluta flokksins með sér í ESB-vegferðina með Samfylkingu, margir sögðu sig úr flokknum og þingflokkurinn klofnaði.

Vg nær sér ekki eftir 16. júlí mistökin. Eina huggun flokksins er að samkeppnisaðilinn, Samfylkingin, er álíka lemstruð og kemst hvorki lönd né strönd.

Vinstrimenn stokkuðu síðast upp flokka sína um aldamótin. Krafa um einn snúning enn á flokkunum verður hávær í ár og næsta vetur til að vinstrimenn eygi von í kosningunum 2017.

Sú pæling verður ofarlega í huga margra að með Katrínu Jakobsdóttur sem formann í nýjum flokki vinstrimanna væri möguleiki að komast í stjórnarráðið.

 

 


mbl.is Flestir treysta Ólafi Ragnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband