Föstudagur, 17. apríl 2015
Væntingavísitala verkalýðsforingja
Trúnaðarmenn verkalýðshreyfingarinnar, bæði ASÍ-félaga og BHM, bera ábyrgð á óraunhæfum væntingum um margra tuga prósenta launahækkun. Hvergi eru lögð fram efnahagsleg rök fyrir launahækkunum upp á þrjátíu prósent enda eru þau ekki til.
Verkalýðsrekendur sem skrifa upp á fantasíukröfur vinna hvorki sjáum sér né skjólstæðingum sínum gagn. Áður en hægt er að eyða orðum á fantasíufólkið verður það að sýna efnahagslegum veruleika lágmarksvirðingu.
Verkalýðsforingjar eiga hvergi fótfestu í stjórnmálakerfinu og munu fyrirsjáanlega tapa slagnum um almenningsálitið.
Það er ekki eftirspurn í þjóðfélaginu eftir verðbólgusamningum sem tilheyrandi óstöðugleika.
Verkefni verkalýðsforystunnar er að tengjast veruleikanum og lækka væntingavísitöluna til samræmis við stöðu efnahagsmála.
Staðan er grafalvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er sem er að gerast núna er óhugnanlega líkt því sem gerðist í aðdraganda Sólstöðusamninganna 1977, meia að segja hliðstæð ummæli formanna Framsóknarflokksins þá og nú.
Ómar Ragnarsson, 17.4.2015 kl. 10:08
Andskoti prumpaði nafni minn hressilega nú...
Jón Páll Garðarsson, 17.4.2015 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.