Fimmtudagur, 16. apríl 2015
Landnámið og blæbrigðin
Ef merki um kristna búsetu í hellum við landnám á 9. öld eru staðfest er líklegt að blæbrigði bætast við landámssöguna. Meginatriði landáms norrænna manna á Íslandi standa vitanlega óhrakin enda byggja þau á margvíslegri vitneskju ritaðra heimilda og leifa.
Útþensla norrænna manna í vestur hófst um 800 þegar þeir herjuðu á Norður-England, Skotland og eyjurnar þar fyrir norðan. Áratugina þar á eftir verða þeir norrænu varir við Ísland, hvort heldur af eigin sæferðum eða annarra.
Landnámið er rökrétt framhald enda til fólk sem var orðið vant þeirri hugsun að taka sig upp og setjast að í nýjum heimkynnum þar sem lífshættir aðlöguðust aðstæðum.
Vel mögulegt er að fyrir í landinu hafi verið byggð þegar landnámsmenn bar að garði og það styðja frásagnir í Landnámu. En byggðin hefur verið strjál og veikburða og vikið fyrir bylgju norrænu landnámsmannanna.
Nestor íslenskra sagnfræðinga, Gunnar Karlsson, tók saman í haust þekkingu okkar á landnáminu og rakti í framhjáhlaupi þann heimilisbúskap, sem staðið hefur með blóma í hundrað ár, að setja fram tilgátur um landnám fyrir landnám.
Segir Kverkhelli frá um 800 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í Landnámu stendur:
„En áður Ísland byggðist af Noregi, voru þar þeir menn, er Norðmenn kalla papa; þeir voru menn kristnir, og hyggja menn, að þeir hafi verið vestan um haf, því að fundust eftir þeim bækur írskar, bjöllur og baglar og enn fleiri hlutir, þeir er það mátti skilja, að þeir voru Vestmenn. Enn er og þess getið á bókum enskum, að í þann tíma var farið milli landanna."
Í því stórskemmtilega riti Íslandsögu handa börnum skrifar Jónas frá Hriflu:
PAPAR.-- Áður en Norðmenn bygðu Ísland höfðu Írar fundið landið, og írskir einsetumenn dvalið þar að öðru hvoru í tvo eða þrjá mannsaldra. Írar voru menn kristnir og vel að sér um marga hluti; þeir vour friðsamir og gefnir fyrir að eyða æfinni í kyrð og næði. Risu þar upp klaustur mörg og einsetuskálar; en sumum þótti þar ekki nógur friður, og fóru úr landi í óbygðar eyjar og útnes til að vera sem minst á mannavegum. Lítið vita menn um athafnir Íra, eða Papa eins og Norðmenn nefnu þá, á Íslandi, nema að þeir höfðust mest við suðaustan til í landinu. Ekki er getið um, að Ingólfur yrði þeirra var, heldur sagt að þeir hafi hörfað heim til Írlands, er landið fór að byggjast. Þeir vildu ekki búa innan um heiðna menn. Engin varanleg merki eru um bygð þeirra í landinu.
Wilhelm Emilsson, 16.4.2015 kl. 07:14
Miklu meira en blæbrigði.
Það styrkir til muna þá skoðun sem örlað hefur á meðal fræðimanna, mismunandi mikið, eftir að rannsóknir stórukust á síðari áratugum, að gömul rit um Landnámið svokallað og ekki síður Kristnitökuna, - séu mestanpart bara skáldskapur eða spuni.
Ef við tökum frásagnir um kristnitöku sérstaklega, þá þarf auðvitað ekki að lesa lengi til gagnrýnir menn og víðlesnir muni finnast frásagnirnar ótrúverðugar.
Frásönin af kristnitökunni er líkt og ævintýri. Kristin dæmisaga þar sem Biblían er fyrirmynd eða frásagnahættir hennar.
Td. hafa menn bent á hvernig frásagnirnar gömlu vilja láta kristnitöku gerast skyndilega. Bara allt í einu viðsnúningur. Líkt og kraftaverk.
Frásögnin ber keim af viðhorfunum gagnvart kristni á þeim tíma og sennilega undirliggjandi tilgangur að þjappa mönnum saman um einn skilning og sýna fram á mátt trúarinnar o.s.frv.
Því meira sem maður kynnir sér kristnitökuna eða frásagnir af henni, því betur áttar maður sig á að það er ekki allt sem sýnist við fyrsta lestur.
Nú, þetta er svo sem ekki einsdæmi. Er nærtækt að nefna ofbeldisprópaganda framsjalla, elítu og auðmanna síðustu misseri sem berja látlaust á alþýðu manna með þjóðrembingslurk með andsinna í verktöku. Það er vel vitað og þekkt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.4.2015 kl. 09:26
Einu sinni var ég að þvæla eitthvað um þjóðlendur á bloggi mínu og sitt sýndist hverju hver ætti raunverulegt tilkall til landsins. Þá kvað ein konu upp úr með það að raunverulega væru afkomendur írsku munkanna hinir réttu erfingjar þjóðlendna. Svipuð kenning og með indjána.
Þá hló þingheimur.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.4.2015 kl. 11:07
Eðlilega, það þyrfti dauðyfli til þess að sjá ekki húmorinn:):)
Jónas Ómar Snorrason, 16.4.2015 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.