Miðvikudagur, 15. apríl 2015
RÚV styður málþóf á alþingi
Fyrsta frétt RÚV í aðalfréttatíma dagsins kl. sex var að Birgitta Jónsdóttir, pírati á þingi, vill sumarþing til að ræða áhugamál sín. Þingmaður Bjartar framtíðar tók undir með Birgittu og auðvitað útvarpaði RÚV stuðningsyfirlýsingunni.
Fyrsta frétt í útvarpi jafngildir forsíðuuppslætti dagblaðs. Með því að RÚV slái upp ósk stjórnarandstöðu til málþófs er fjölmiðillinn á einbeittan og yfirvegaðan hátt að taka pólitíska afstöðu.
RÚV heldur ekki faglegu máli.
Athugasemdir
Virðingin fyrir fréttastofu ríkisins þverr.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.4.2015 kl. 18:40
En þegar fyrsta frétt RUV var yfirlýsing SDG á landsfundi, var það þá ekki stuðningsyfirlýsing við framsóknarflokkinn. Er ekki séns á að þú getir verið heill Páll. Eins og þú unir þér best í einhverjum ömurlegum og endalausum vindmilluhernaði, svona eins konar Don Kíkóte nútímans.
Jónas Ómar Snorrason, 15.4.2015 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.