Stundin og hatursorðræðan um Framsóknarflokkinn

Stundin stendur fyrir hatursorðræðu um Framsóknarflokkinn þar sem hver fjöður verður að hænsnabúi. Á Stundinni er sama ritstjórn var til skamms tíma á DV og stundar sömu vinnubrögðin; að taka fólk og flokka niður.

Fjölmiðill sem leggur sig eftir því að finna höggstað á fjöldahreyfingu eins og Framsóknarflokknum mun ávallt finna eitt og annað sem einhverjir hér og þar í flokknum segja og gera sem ekki er flokkssamþykkt fyrir.

En þessi vinnubrögð eru meira í ætt við einelti en blaðamennsku.


mbl.is Vísar gagnrýni borgarfulltrúa á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Einelti var einmitt það sem Dv stóð fyrir undir ritstjórn Reynis Trausta. Oftast gegn þeim sem Steingrímur Joð leit á sem óvini en svo áttu blaðamenn og ritstjórar líka sína góðu spretti.

Ragnhildur Kolka, 15.4.2015 kl. 16:58

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Já, á ekki bara að gera grín. Það er af nógu að taka þar.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.4.2015 kl. 17:30

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Nú á ég ekki til orð um þig Páll. Eða ertu að taka orð EH þér í munn, að Stundin hati framsóknarflokkinn. Mér er spurn, fórstu úr kristilegum kærleyka, yfir í hálfgerðan mosakenndan sérhagsmunaflokk, sem notar þig eiginlega í flórmokstur. Nú les ég Stundina daglega, getur þú hrakið með rökum eithvað af því sem Stundin hefur sagt um framsóknarflokkinn?

Jónas Ómar Snorrason, 15.4.2015 kl. 20:00

4 Smámynd: Sigurgeir A Sigurgeirsson

Þetta er sennilega bara það sem Páli finnst.   Held hann þurfi ekkert að hrekja með rökum fyrir þig ef þú ekki skilur Ómar.  Þetta eru ekki réttarhöld.

Sigurgeir A Sigurgeirsson, 17.4.2015 kl. 06:54

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er svo aldeilis hissa. Kom Páll úr kristilegum kærleiksflokki? Ég hélt hann hefði verið flokksbundinn í Samfylkingunni og þar fer ekki mikið fyrir kærleikanum.

Ragnhildur Kolka, 17.4.2015 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband