Miðvikudagur, 15. apríl 2015
Fyrirsagnir um heimsendi eru helgisiðir verkfalla
Verkföll þrífast á helgisiðum sem einkum fara fram í fjölmiðlum þar sem ýmsar heimsendaspár þjóna þeim tilgangi að réttlæta verkföll.
Áður fóru þessir helgisiðir fram á fundum, frægir eru t.d. Dagsbrúnarfundir í Austurbæjarbíói á dögum Gvends jaka.
Þegar helgisiðum sleppir blasir við blákaldur efnahagslegur veruleiki sem býður upp á fimm til tíu prósent laukahækkun.
Helgisiðir eru til að gera veruleikann dulúðlegri og veita verkalýðsprestum vettvang til að gera sig sýnilega sem handhafa samfélagsvalds.
Við skulum gera ráð fyrir nokkrum vikum með heimsendaspám í fjölmiðlum um stórkostlegar hamfarir verkfalla um leið og við maulum poppið.
Stórskaðar hagsmuni fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara að benda á að 30.000 kr hækkun á launum á ári er um 15% hækkun á lægstu launum en ekki nema hvað 6 eða 7% hækkun á launum sem eru í dag m 500 þúsund þannig að þetta er þá innan marka þess sem Páll nefnir!
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2015 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.