Höftin, kjarasamningar og ríkisstjórnin

Afnám hafta skapa efnahagsleg skilyrði sem ekki er hægt að sjá fyrir. Höftin verða leyst næstu mánuði, gangi fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar eftir.

Í því ljósi væri e.t.v. ráðlegt að kjarasamningar yrðu gerðir til eins árs, með kannski 5 til 7 sjö prósent hækkun. Að ári liðnu væri hægt að meta stöðuna upp á nýtt. Ókosturinn við skammtímasamninga er kjarasamningar gætu e.t.v. verið lausir fram á haust á kosningavetri og það er ávísun á hörmungar fyrir land og þjóð.

Hinn kosturinn er að gera samninga sem ná fram yfir næstu kosningar, vorið 2017. Miðað við núveranadi forsendur yrði launahækkun í kringum tíu prósent.

Ríkisstjórnin tekur réttan pól í hæðina þegar hún heldur að sér höndum og bíður þess sem verða vill í kjarasamningum á almenna markaðnum.

Ekki undir nokkrum kringumstæðum er hægt að láta opinbera starfsmenn stjórna ferðinni í launaþróun. Almenni markaðurinn býr við meira aðhald í kjaramálum. Ef fyrirtæki semja um meiri kauphækkanir en þau standa undir fara þau einfaldlega á hausinn.

Kvótakerfið, jafn illa þokkað og það annars er, gerbreytti kjarasamningum með því að eftir að það festist í sessi er tómt mál að tala um að ríkisvaldið krukki í gengi krónunnar til að bjarga útgerð og vinnslu sem urðu við verkföll að semja um ósjálfbær laun. Gjaldþrot blasir við fyrirtækjum sem reisa sér hurðarás um öxl, - ekkert elsku mamma lengur.  

Sterk samstaða ríkisstjórnarflokkanna um að gefa hvergi eftir óbilgjörnum kröfum mun stytta verkfallsaðgerðir. Verkalýðshreyfingin er með veikt pólitískt bakland og gildir það bæði um ASÍ-félögin og samtök opinberra starfsmanna.

Þegar verkalýðshreyfingin skynjar staðfestu ríkisstjórnarinnar verður leitað eftir samningum, annað tveggja til skamms tíma eða fram yfir næstu kosningar. 


mbl.is Stöðugleikaskattur á lokametrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Pistilshöfundur er lítið upplýstur um gang kjaramála.

Sterkt eða veikt pólistískt bakland skiptir verkalýðshreyfinguna engu máli, það sem telur er staðfesta félagsmanna í verkalýðshreyfingunni og vilji þeirra til að ná fram kjarabótum með öllum ráðum.

Sú staða er uppi núna og forusta verkalýðshreyfingarar virðist hafa ótvírætt umboð félaganna til átaka.

Þetta eiga allir blaðamenn að vita.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.4.2015 kl. 14:16

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þegar verkalýðsrekendur eru farnir að misnota verkalýðsfélög í pólitískum mótþróa, er tímabært að setja lög sem takmarka skaðann af slíkum fyrirætlunum. Páll setur hér fram mun hófsamari skoðun en almennt ríkir varðandi verkföll opinberra starfsmanna sérstaklega.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.4.2015 kl. 14:59

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hverjar eru fyrirætlanir stjórnvalda í haftamálum?

Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör.

Það hefur ekkert nýtt komið fram um hverjar fyrirætlanir stjórnvalda eru í haftamálinu og Þrotabúamálinu.

Pólitísk greining 101: Það að bara sé bullað um leið og háttalag allt er trúðslegt og ekkert nýtt kemur fram efnislega o.s.frv., - það er vísbending um að menn séu með allt niðrum sig.

Ráðalaus ríkisstjórn.  Gjörspillt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.4.2015 kl. 15:25

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held það sé ljóst að þeir sem eru að kjósa um verkfall núna eru búnir að átta sig á nokkrum hlutum:

    • Skv. forskrift síðustu samninga hafa menn ákveðið að fara í harðar aðgerðir í smærri hópum og jafnvel hverri stétt fyrir sig.

    • Ríkisstjórnin hefur sýnt það í m.a. í tilfellum lækna og fleiri að þegar a bjátar á þá beygja þeir sig.

    • Þátttaka í atkvæðagreiðslum um verkföll kemur víst á óvart. Aðrir hópar sætta sig ekki við að vera skildir eftir!

    • Arðgreiðslur til eigenda t.d. sjávarútvegsfyrirtækja sýna að öll framleiðsluaukning og hagræðing rennur eingöngu til eigenda. Og því meiri framleiðsluaukning og veðmætaaukning  því meira græða eigendur en gefa starfsmönnum íspinna!

    • Held að með því að halda að sér höndum í stað þess að bjóða eitthvað verulega freistandi þá séu stjórnvöld búin að missa stjórn á þessu!  Ef þau hefðu t.d. boðið upp á að hækka skattleysismörkin um 80 milljarða og rukka þrotabúin þá væri kannski ekki allt á leið í verkföll! NEI úps það er búið að eyða þeim peningum !

    Magnús Helgi Björgvinsson, 14.4.2015 kl. 20:35

    5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

    Síðuhafi skrifar: "Sterk samstaða ríkisstjórnarflokkanna um að gefa hvergi eftir óbilgjörnum kröfum mun stytta verkfallsaðgerðir." En ríkisstjórnin beygði sig fyrir læknum, eins og Magnús Helgi bendir á. Nú eru afleiðingarnar af þeirri ákvörðun að byrja að koma í ljós.

    Wilhelm Emilsson, 14.4.2015 kl. 21:30

    6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Jæja,beygði hún sig fyrir óbilgjörnum kröfum lækna?

    Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2015 kl. 22:25

    7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

    avindlið hjá opinberum starfsmönnum er það að flestir hafa helmingi hærri laun en grunnlaunin eða dagvinnan segir til um. Því er nefnilega þannig háttað að þessir opinberu starfsmenn fá uppbætur í "óunninni yfirvinnu" sem nú er orðin hefð innan ríkis og sveitarfelaga.

    þessir óunnu (stolnu) tímar nema allt að helmingi raunlauna. Svo þegar bent er á gapið milli grunnlauna og raunlauna þá bera menn því fyrir sig að það sé nættúrlega ekkert líf að vinna alla þessa yfirvinnu til að halda mannsæmandi launum. gallinn er bara sá að þeir unnu aldrei þessa yfirvinnu.

    kannski er rétt að leggja til að fjölga starfsmönnum hins opinbera til að sleppa þessu aumingjans fólki við allan þennan öunna þrældóm.

    Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2015 kl. 02:42

    8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

    Mér fundust kröfur lækna óbilbjarnar, Helga, og ég held að ég sé ekki einn um þá skoðun. 

    Wilhelm Emilsson, 15.4.2015 kl. 04:35

    9 Smámynd: Sandy

    Hvaða sanngirni er í því að setja út á þær launakröfur sem eru í gangi núna? fólk verður einfaldlega að standa fast á að fá laun sem geta mætt öllum þeim hækkunum sem rigna yfir og hefur rignt yfir fólk lengi.(fólk verður einfaldlega að geta lifað.

    Sem dæmi: Ég fór í verslun um daginn og ætlaði að skipta súkkulaðibrunn sem ég hafði keypt og var ekki alveg að virka,þeir áttu ekki annan og höfðu ekki pantað aftur vegna þess að hann hafði hækkað um 25% í innkaupum.

    Sandy, 15.4.2015 kl. 07:40

    10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

    Það er auðvitað vel hægt að hækka laun mikið.  Elítan og auðmennirnir verða bara að fá minna.  En meirihluti innbyggja kaus hörmungina yfir þjóðina.  Að maður gleymi ekki að nefna gengdarlausa spillingu og sjálftöku framsjalla sem vaða í sjóði landsmanna og voru núna nýlega bara gómaðir með lúkurnar á kafi í vösum almennings.  Eftirlit með þessu er ekkert.  Með aðild að Sambandinu yrði raunverulegt eftirlit og þá gætu framsjallar ekki stolið svona.  Þessvegna vilja þeir ekki í ESB.  Andsinnar styðja svo elítuna, auðmenn og framsjalla í sjálftökunni.  Fara síðan og lúberja þjóðina með þjóðrembingslurk.

    Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.4.2015 kl. 10:36

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband