Þórður Snær tortímir auðmannavörn Kristínar

Þórður Snær Júlíusson er fyrrverandi fréttamaður á Fréttablaðinu og veit af beinni reynslu að ritstjórnarstefnan er rekin í þágu eigandans, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrrum Baugsstjóra.

Þórður Snær tekur í sundur leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur í Fréttablaðinu þar sem hún ver grímulausa auðmannavörn 365 miðla með því að kalla hana fréttamennsku.

Þeir sem kunna blaðamennsku vita að engin frétt er betri en heimildin fyrir henni. Þórður Snær rekur heimildarmenn Kristínar fyrir ,,fréttum" blaðsins og annarra 365 miðla s.s. Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Í fréttaflutningi sínum af málinu hafa miðlar 365 rætt við eftirfarandi sérfræðinga til að gefa fréttinni vængi: Bjarnfreð Ólafsson (sem var til rannsóknar í Al Thani-málinu, kom að gerð fléttunnar, var skattaráðgjafi Ólafs Ólafssonar og stjórnarmaður í Kaupþingi), Brynjar Níelsson (sem var lögmaður grunaðs manns í Al Thani-málinu sem var á endanum ekki ákærður og hefur tjáð sig ítrekað opinberlega um að honum þyki niðurstaða dómstóla í málinu röng), Þórólfur Jónsson (fyrrum framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings og lögmaður Ólafs Ólafssonar), Jón Steinar Gunnlaugsson (sem vann greinargerð fyrir Ólaf Ólafsson þar sem Al Thani-dómurinn er rengdur) og Ragnar H. Hall (fyrrum verjandi Ólafs Ólafssonar). Allir þessir menn eru auðvitað frjálsir af skoðunum sínum og mega tjá þær að vild. En samhengið og tengslin skipta máli þegar skoðanir þeirra eru notaðar sem andlag frétta.

Heimildir Fréttablaðsins og 365 miðla eru sérvaldar til að draga upp þá mynd að auðmenn séu ofsóttir af réttvísinni. Fréttablaðið/365 miðlar stunda ekki blaðamennsku heldur almannatengslaþjónustu í þágu auðmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er nú meiri rannsóknarblaðamennskan. Það vantar ekkert nema viðtal við mömmu Ólafs sem segir -Hann Óli minn myndi aldrei gera svona. Hann er svo góður drengur-.

Ragnhildur Kolka, 12.4.2015 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband