Föstudagur, 10. apríl 2015
Framsóknarflokkurinn er lykilflokkur stjórnmálanna
Framsóknarflokkurinn er að upplagi félagslega sinnaður hægriflokkur og stendur sem slíkur jafn styrkum fótum í velferðarsamfélaginu og markaðshagkerfi.
Auk jafnvægis milli félagshyggju og einstaklingshyggju gætir Framsóknarflokkurinn að jafnvægi milli landsbyggðar og þéttbýlis og gerir það betur en aðrir flokkar.
Þrátt fyrir miðlæga stöðu á vettvangi stjórnmálanna verður ekki sagt um Framsóknarflokkinn að hann aðhyllist miðjumoð. Frá flokknum koma róttækar hugmyndir um skipan peningamála. Þegar rök standa til er Framsóknarflokkurinn tilbúinn í uppstokkun þótt eðli flokksins sé íhaldssamt.
Framsóknarflokkurinn leiðir sitjandi ríkisstjórn og gerir það með farsælum hætti sem er því eftirtektarverðara að forysta flokksins og þinglið er skipað ungu fólki sem á eftir að setja mark sitt á íslensk stjórnmál næstu áratugina.
Tillögur Framsóknar til flokksþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo ótrúlegt sem það virðist, er Framsóknarflokkurinn að gera feikna góða hluti sem eiga eftir að standa lengi. Hógvær fylgi Bjanra Ben og aðsjá í fjármálunum kórónar gifturíkt samstarf flokkanna.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.4.2015 kl. 10:58
Jón Ingi Cæsarsson, 10.4.2015 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.