HÍ, hrunið og deildin með líkin í lestinni

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands tók þátt í lofgjörð útrásarinnar undir yfirskini rannsókna. Jón Ólafsson prófessor, nú í Hí en áður á Bifröst, skrifaði samantekt um stöðu deildarinnar í tilefni af ritdeilum Snjólfs Ólafssonar prófessors og Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar.

Greinin er fimm ára en segir nokkra sögu um hve hægt en örugglega orðspor tapast í akademíunni þegar farið er út af sporinu. Gefum Jóni orðið

Háskóli Íslands mun halda sig til hlés í þessari umræðu. Innan veggja hans mun enginn setja fram opinbera gagnrýni á viðskiptadeild eða Snjólf Ólafsson, hvorki fyrir kennslu hans eða kollega hans né rannsóknir þeirra. Snjólfur rannsakaði íslensku útrásina og þáði styrki fyrirtækja til þess. Í þeim "sýndi" hann meðal annars að íslenska útrásin væri einstakt fyrirbæri sem líklega afsannaði fyrri kenningar um alþjóðavæðingu í viðskiptum! Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands þyrfti að líta í eigin barm, gagnrýna sjálfan sig og gera breytingar í ljósi atburða síðustu ára. En það mun hann ekki gera. Það er vegna þess að hann er um þessar mundir rekinn eins og stórfyrirtæki sem eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og þar sem allir þurfi að standa saman. Þetta er vandi Háskóla Íslands. 

 

 


mbl.is HÍ stefnir Friðriki Eysteinssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er ekki málið Páll, að Hannes Hólmsteinn hefði átt að vera rekinn fyrir löngu, en situr í krafti Sjálfstæðisflokksins??? Ef ég yrði rektor HÍ á morgum, myndi ég reka hann með það sama!!!

Jónas Ómar Snorrason, 8.4.2015 kl. 15:04

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jónas, ein megin ástæða þess að HÍ er að fikra sig upp metorðastigann er framlag HAnnesar Hólmsteins. Þetta framlag er jafnframt ein helsta orsök öfundar og hatursherferðar á hendur honum.

Ragnhildur Kolka, 8.4.2015 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband