Mánudagur, 6. apríl 2015
Verkföll betri en verbólgusamningar
Verkföll eru langtum betri niðurstaða en ósjálfbærir samningar sem leiða til verðbólgu. Raunhæfar hækkanir á opinberum markaði eru 8-10 prósent og nokkru minna á almennum markaði enda þar launaskrið meira.
Hagvöxtur er við efri mörk og verkföll í fjórar til tólf vikur yrðu til bóta fyrir hagkerfið.
Verkalýðshreyfingin verður að vera raunhæfari í sinni kröfugerð en hingað til
Deila um formsatriði frekar en að reyna finna lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem sagt þín þjóðlega leið er sú Páll, að almennur launamaður eigji bara að hafa það skítt, og ekkert meira. Spurningin er þessi, hatar þú ESB svo mikið, að þú getir ekki einu sinni óskað samlöndum þínum sambærileg lífskjör, á við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, sem eru innan ESB, utan Noreg?
Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2015 kl. 19:10
Svo er annað, sem ekki hefur verið í umræðunni, fólk er með það miklar skuldbindingar að það hefur ekki efni á löngum verkföllum. Meðaltal yfirdráttar á heimilin í landinu er EIN MILLJÓN AÐ MEÐALTALI Á HVERT HEIMILI, flestir eru með miklar skuldindingar á KREDITKORTUNUM og fleira og fleira. Flest verkalýðsfélögin eru EKKI með digra verkfallssjóði. Því spái ég að verkföll verði stutt enda hefur það verið reynslan í gegnum tíðina að verkföll hafa ekki skilað neinu og tímaært að verkalýðshreyfingin fari að nota aðrar aðferðir til að ná inn launahækkunum fyrir umjóðendur sína. Jónas, hvernig væri að þú skrifaðir um eitthvað sem þú þekkir????
Jóhann Elíasson, 6.4.2015 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.