Ekki-pólitík er krúttleg og ábyrgðalaus

Í þingflokkum hjá alvöruflokkum er verkskipting milli þingmanna. Sérhver þingmaður þarf því ekki að setja sig inn í öll mál en taka samt sem áður afstöðu, byggða á sameiginlegu mati þingflokksins.

Píratar eru ekki alvöru stjórnmálaflokkur heldur hópur nörda sem þar hver lifir í sínum heimi. Þeir vinna ekki saman sam pólitískt afl enda eru þeir hver úr sinni áttinn og syngja hver með sínu nefi.

Píratar róa á þau mið að vera ekki með skoðun nema í undantekningatilfellum. Ábyrgðalausir nördar út í horni stjórnmálanna geta leyft sér slíka framkomu en hún er ábyrgðalaus.

Nördaleg ekki-pólitík er krúttleg.

 


mbl.is Greiðir bara upplýst atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Friðrik

Þú hlýtur að hafa verið ferlega skemmtilegur grunnskóladrengur. Endurtekin uppnefnin og hvernig þú tönnlast á ímynduðum hlutum sem þú eignar þessum flokki. 

Gísli Friðrik, 4.4.2015 kl. 17:55

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hugmyndin með kjöri fulltrúa almennings á Alþingi er að fulltrúarnir hafi skoðun á sameiginlegum málefnum sem þar eiga að vera til umfjöllunar.
Þetta köllum við "lýðræði". 
Þar sem Píratar mælast með verulegt fylgi í skoðanakönnunum, en vilja þó  ekki blanda sér í sameiginleg málefni þjóðarinnar, þá mætti ef til vill álíta að Alþingi sé ekki lengur sá vettvangur sem því var ætlað.
Spurningin yrði þá bara; hverjir munu annast landsstjórnina?

Kolbrún Hilmars, 4.4.2015 kl. 18:19

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þeir forðast að taka afstöðu sem gæti styggt einhvern.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.4.2015 kl. 19:02

4 Smámynd: Egill

sorglega augljóst að þú þarft að bæta við þessa lýsingu á þér, sem nú inniheldur blaðamaður og kennari(rly?), stjórnmálabudda.

heldur lélegt 

Egill, 5.4.2015 kl. 08:59

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er líka lélegt að hópur fólks velji fulltrúa á þing og meini ekkert með því!  Sem betur fer eru þessir 3 fulltrúar vel gerðir, en hvernig í ósköpunum eiga þeir að sinna hlutverki sínu gagnvart kjósendum sínum ef þeir hafa ekkert bakland?  Þetta gæti gengið ef persónukosningar til Alþingis væru þegar í gildi - en svo er ekki.
Mér þykir sjálfri tímabært að rjúfa "ofurmaskínu fjórflokksins", en það breytist ekkert með þessum hætti!

Kolbrún Hilmars, 5.4.2015 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband