Egill og feitu Norðmennirnir

Egill Helgason vitnar með velþóknun í umræður um að Ísland sé ömurlegt og Noregur sæluríki.

Í frétt New York Times um andvaraleysi Norðmanna andspænis Rússum, sem hnykla vöðvana líkt og í kalda stríðinu, er haft eftir norskum foringja í flughernum:

Við Norðmenn erum svo ríkir, feitir og makráðugir að við höfum engar áhyggjur.

Í bók eftir Íslending segir að barður þræll íslenskur sé merkilegri en feitur þjónn erlends valds. Bókmennntapáfi RÚV er á annarri skoðun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þeir sem sjá Noreg sem sæluríki rökstyðja skoðun sína fyrst og fremst með því að þar fái fólk eitthvað fyrir skattana sína. Þeir fari ekki bara í spillingarhít. Svo séu launin betri og efnahagslífið stöðugra.

Það kemur ekki á óvart að herforingjar vilji efla sína stofnun. En burtséð frá því: Ef hættulegt er að vera feitur og ríkur, eigum við þá fremur að hafa það markmið að vera mögur og fátæk? Ef það er gjaldið sem við greiðum fyrir að vera illa stjórnað, þá segi ég pass.

Í bókinni, sem er eftir Halldór Kiljan Laxness, er vissulega talað um barðan þræl og feitan þjón. En hvaða erindi á þessi líking hér? Eru Norðmenn feitir þjónar? Eru þeir útlendingar sem flytja til Noregs feitir þjónar? Þjónar hvers þá? Og Íslendingar, eru þeir þá barðir þrælar? Þrælar hvers?

Þorsteinn Siglaugsson, 4.4.2015 kl. 13:10

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Skatttekjur Norðmanna af olíu hafa minkað og munu halda áfram að minka. Því mun verða erfitt að fjármagna rausnarlegt velferðarkerfi sem samanstendur af fjölskrúðugum greiðslum og réttindum sem eru ekki á færi nema ríkja sem hafa haft kyrkingartak á öðrum löndum sem háð eru olíu.

Þrátt fyrir gríðarlegar tekjur af olíuvinnslu hefur Norska ríkið verði rekið með halla sem fjármagnaður hefur verið af olíusjóðnum. Þessi aðgangur ríkisins í olíusjóðinn er bundin í lögum.

Á tímabili var þessi aftöppun á lífeyrissjóði Norðmanna (olíusjóðinn) aukin ( úr 3% í 4%) til að mæta hruninu sem varð 2008. Hér er grein sem fjallar um þessa aftöppun af olíusjóðnum frá því í október 2014 en þá var gert ráð fyrir að olían yrði um 100$ tunnan og að 3% af olíusjónum yrði notað til að stoppa upp í fjárlög 2015. Í þessari grein er gert ráð fyrir að 1 USD kosti 6,47 NOK en í dag kostar 1 USD 8,09 NOK sem þýðir 25% gengisfall gagnvart dollar til að mæta minnkandi olíutekjum og aukningu á samkeppnishæfni raunhagkerfisins. http://www.reuters.com/article/2014/10/08/norway-budget-idUSL6N0S30BX20141008.

Þeir dagar að olía drjúpi af hverju strái í Noregi eru senn á enda. Spurningin er hvort raunhagkerfið sem þarf að standa undir auknum hluta velferðarkerfisins í framtíðinni sé fært um það eftir áratuga vanrækslu. Ef ekki þá blasir við mikill niðurskurður á velferðarkerfinu sem hefur verið vel sótt af Íslendingum hin síðustu ár.

Eggert Sigurbergsson, 4.4.2015 kl. 14:12

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Loki Laufeyjarson hefur lög að mæla.  Vegna olíuiðnaðarins hafa aðrir atvinnuvegir í Noregi setið á hakanum, þ.e. orðið undir í samkeppninni um fé og fólk.  Samkeppnistaða norskra útflutningsfyrirtækja er þess vegna aðeins svipur hjá sjón, enda hefur ríkisstuðningur við þau virkað eins og eitursprauta á líkama.  Gríðarlega margir eru á norska bótakerfinu.  Með olíuverð undir 70 USD/tunnu er dúndrandi tap á norskum olíuiðnaði.  Norðmenn eru kannski ekki orðnir latir og værukærir, en þeir eru orðnir góðu vanir, og munu senn þurfa að girða sig í brók, því að pólitískur órói verður, ef hratt gengur á olíusjóðinn. 

Bjarni Jónsson, 4.4.2015 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband