Laugardagur, 4. apríl 2015
Pírata-nördar stunda ekki-pólitík
Með hjásetu í meirihluta atkvæðagreiðslna á alþingi lýsa þingmenn Pírata yfir afstöðuleysi í pólitík. Ekki-pólitík af þessu tagi felur í sér að aðrir sjái um að leiða mál til lykta.
Píratar fá tröllaukið fylgi í skoðanakönnunum án þess að verða með neina skoðun nema á nördasviðinu, sem er höfundarréttarmál.
Ekki-pólitík Pírata yrði afhjúpuð í kosningabaráttu og fengi nörda-fylgi í kosningum.
Hafa í flestum tilfellum setið hjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll !
Mikið skelfing getur þú skrifað langt frá þínum vitsmunum;
þú veist , mæta vel , að það er plag siður í Þjóðarleikhúsinu að taka ekki afstöðu , í atkvæðagreiðslum , er flokkar - einnig fokkar já meira að segja FL-fokks menn gera slíkt , hafa ætíð gert og munu gera , er viðkomandi flokkur/fokkur er í stjórnarandstöðu .
Þú mátt ekki vera svona hörundssár og bitur , þótt eitthvað af mörlandanum fari að vitkast , svona pínu smá .
Gleðilega páska !
Hörður B Hjartarson, 4.4.2015 kl. 10:54
það er hefð fyri því til dæmis að öll stjórnarandstaðan, eins og hún leggur sig, sitji hjá á hverju einasta hausti við afgreiðslu aðal þingmálsins, sem eru fjárllögin.
Framsóknarflokkurinn veitti minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá febrúar til júní 2009 hlutleysi. Hvernig er hægt að flokka jafn afdrifaríka afstöðu sem "ekki-pólitík"?
Í nágrannalöndum okkar byggist stöðugt og farsælt stjórnarfar á því að minnihlutastjórnir njóti þess, sem þú kallar "ekki-pólitík."
Það er hins vegar miklu frekar "real-pólitík", raunsæisstjórnmál.
Ómar Ragnarsson, 4.4.2015 kl. 11:36
Ómar, þú sennilega hittir naglann á höfuðið; ekki-pólitík í merkingunni að taka ekki afstöðu er raunsæispólitík sem gefur fylgi á þeim tímum sem stjórnmálin eru litin hornauga af þorra almennings. Á hinn bóginn er slík pólitík afneitun á áhrifum og þar með ábyrgð. Og hvers vegna ættum við að kjósa til valda stjórnmálamenn sem neita að axla ábyrgð?
Páll Vilhjálmsson, 4.4.2015 kl. 12:09
Til þess að geta borið ábyrgð á einhverju þarftu að vita um hvað málið snýst. Píratar hafa svarað þessu vel og málefnalega og segjast einmitt leggja áherslu á að kynna sér málin áður en þeir kjósa um þau og taka þannig ábyrgð á því sem þeir taka afstöðu til.
Það sést líka á því að Píratar eru sá stjórnarandstöðuflokkur sem hefur lagt fram lang flest frumvörp að þeir hafa stekrar skoðanir og leggja sig fram við að koma þeim á framfæri.
Ellert Smári Kristbergsson, 5.4.2015 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.