ESB-Stundin tekur Framsókn fyrir

Stundin er útgáfa með óljósa fjármögnun sem tekur fyrir Framsóknarflokkinn vegna andstöðu flokksins við ESB-ferlið.

Nafnlausir heimildamenn eru látnir fegra ónýtu ESB-formennina, Jón Sigurðsson og Valgerði Sverrisdóttur, og hallmæla Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem gerði Framsóknarflokkinn að stórveldi.

Þeir sem kunna eitthvað fyrir sér í blaðamennsku vita að nafnlausir heimildamenn eru aðeins notaðir þegar um brýnar upplýsingar er að ræða og að sá sem veitir þær sé í áhrifastöðu og gæti skaðast ef nafn hans yrði opinbert.

Blaðamaður Stundarinnar kann ekki blaðamennsku þegar hann notar nafnlausa heimild til að segja aulasetningu á borð við ,,Þessar fáu vikur sem Valgerður var formaður léku frjálslyndir straumar um flokkinn..."

Fyrir það fyrsta auglýsir tilvitnuð setning heigulshátt nafnlausa heimildarmannsins sem þorir ekki að standa undir sínu eigin huglæga mati á frjálslyndi Valgerðar. Í öðru lagi er vita allir með minnsta skynbragð á pólitík að enginn formaður gerir eitt eða neitt á nokkrum vikum í flokksstarfi. Í stjórnmálaflokkum er flokksstarf seigfljótandi þar sem mesta vinnan er að fá fólk til að gefa flokksstarfinu gaum - enda er það allt unnið í sjálfboðavinnu.

ESB-vædd blaðamennska Stundarinnar er vísbending um hvernig útgáfan er fjármögnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kíkti í Esb,Stundina í fyrsta sinn. Ekki voru allir í athugasemdum ókunnugir. Jóhannes Ragnarsson ályktar að skrifarar hljóti að vera auðvaldssinnar,svo mjög sem þeim er í mun að nudda okkur inn í þetta auðvaldsbandalag Nýlenduþjóðanna. Er honum hjartanlega sammála.Eitt skulu þeir vita að lítt dugar þeim að sverta forustusveit flokka,vegna staðfestu þeirra gegn bolabrögðum Sósíaldemókrata í Esb,málum. Sjálfstæðissinnar munu alltaf standa saman gegn landráðum. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2015 kl. 22:03

2 Smámynd: Snorri Hansson

Rétt hjá þér Helga við munum standa saman gegn landráðum.

Snorri Hansson, 4.4.2015 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband