Föstudagur, 3. apríl 2015
Stoltur Íslendingur - og það er frétt
Ungur Seltirningur skrifaði bloggpistil sem fer víða og fær umtal. Hér er úrdráttur
Ég er þakklátur fyrir það að geta bloggað um hvað sem ég vil án þess að þessar færslur séu ritskoðaðar. Ég er þakklátur fyrir það að búa í því landi þar sem að jafnrétti kynja er hvað mest í heiminum (Sjá hér). Ég er þakklátur fyrir það að geta leyft mér að hafa mínar eigin trúarskoðanir og opinberað þær án þess að hljóta refsingu fyrir. Ég er þakklátur fyrir það að hafa aldrei þurft að kynnast þjáningum og eyðileggingu stríðs og ofbeldis. Ég er þakklátur fyrir það að búa á landi þar sem að samkynhneigð er viðurkennd. Ég er þakklátur fyrir það að hafa fæðst Íslendingur, hafa alist upp á Íslandi og fengið fullan aðgang að íslenska velferðarkerfinu.
Bjarki Már Ólafsson heitir bloggarinn. Það segir líklega meira um okkur sem samfélag en Bjarka Má að bloggið um stolta Íslendinginn sé orðið að frétt.
Athugasemdir
Það er gott að sjá svona skrif á okkar tímum. Ekki hvað síst þegar nú er í gangi herferð hóps manna, sem vilja að fólk eigi helst ekki að leyfa sér að hafa múslimatrú
Ómar Ragnarsson, 3.4.2015 kl. 17:13
Þó svo að biskup íslands vaði um í villu og svíma, flaðri upp um dragdrottningar og blessi þeirra kynvillu að þá er ekki þar með sagt að "GUÐ" leggi blessun sína yfir það:
HEILÖG RITNING: 3.Mos 20:13.
Jón Þórhallsson, 4.4.2015 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.