5 þingmenn Samfylkingar hafna ESB-aðild

Össur Skarphéðinsson fyrrv. utanríkisráðherra fer fyrir fimm þingmönnum Samfylkingar sem vilja gera fríverslunarsamninga við ríki í Suðaustur-Asíu. Fríverslunarsamningar eru ósamrýmanlegir aðild að Evrópusambandinu enda gerir ESB slíka samninga fyrir hönd aðildarþjóða.

Össur og félagarnir hans fjórir út Samfylkingunni gefa út þá yfirlýsingu, með því að leggja fram þingsályktun um fríverslun við ASEAN-ríkin, að Ísland sé ekki á leiðinni í Evrópusambandið.

Síðast þegar að var gáð var Samfylkingin með það á stefnuskrá sinni að Ísland ætti að verða aðili að ESB.

Þessi mótsagnakenndi málflutningur Samfylkingar annars vegar og hins vegar þingmanna flokksins er óboðlegur.

Samfylkingin, líkt og aðrir stjórnmálaflokkar á alþingi, er á framfæri almennings. Þá eru þingmenn flokksins á launum úr ríkissjóði. Það er óviðunandi að stjórnmálaöfl sem þiggja opinbera framfærslu hagi sér með þeim hætti sem Samfylkingin og þingmenn flokksins eru uppvísir að í þessu máli.


mbl.is Vilja fríverslunarsamning við ASEAN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Össur er nú búin að hafa 4 ár til að jafna sig á því að Ísland er ekki á leið inn í ESB. Óheiðarleiki Össurar er hins vegar slíkur að hann kýs að spila sína refskák í stað þess að viðurkenna skipbrot umsóknarinnar.

Ragnhildur Kolka, 1.4.2015 kl. 20:09

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enn er með reistan makkann,mikil er okkar náð,að aldrei fékk opnað pakkann,svo í hendi ætt,okkar ráð. 
 

Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2015 kl. 01:53

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sennilega gerir enginn sér betur grein fyrir því að Ísland mun aldrei verða aðili að ESB, en einmitt Össur. Hann var í forsvari fyrir okkur í þeim viðræðum, sem stóðu yfir í um eitt ár, frá því ráðherraráðið samþykkti aðildarumsóknina, ári eftir að hún var lögð inn, þar til viðræðurnar stöðvuðust tæpu ári síðar. Þá sneri Össur sér að Kína og staðfesti að aðildarviðræðum væri lokið.

Síðan þá hefur hann stundað þann ljóta leik að halda því fram að Ísland gæti fengið einhvern samning við ESB, vitandi betur.

Slíkum stjórnmálamanni er varlegt að treysta!

Gunnar Heiðarsson, 2.4.2015 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband