Mánudagur, 30. mars 2015
Lekamálið var pólitík frá a til ö
Lekamálið var pólitískt mál frá uppþhafi og til loka. Pólitíkin byrjaði með því að aðgerðasinnar með samband við fjölmiðla, einkum DV og RÚV, gerðu hælisleitanda að baráttumáli sínu og kröfðust þess að við veittum viðkomandi hæli.
Hælisleitandinn var ekki eins góður pappír og aðgerðasinnar gáfu hann út fyrir að vera. Starfsmaður í innanríkisráðuneytinu veitt fjölmiðlum upplýsingar um hælisleitandann, sem aðgerðasinnar og DV og RÚV vildu ekki að kæmu fram, enda sýndu upplýsingarnar hælisleitandann í miður heppilegu ljósi.
Almenningur átti rétt á þessum upplýsingum enda óskaði heilisleitandinn eftir aðgangi að íslensku samfélagi. Við eigum rétt á að vita sem mest um slíka menn, ekki síst þegar búið er að gera hælisumsóknina að opinberu máli.
Eftir að upplýsingar frá innanríkisráðuneytinu komu fram lögðust aðgerðasinnar og DV/RÚV á eitt að gera upplýsingafjöfina að ,,lekamáli". Þingmenn vinstriflokkanna á alþingi lögðu þeim lið og ríkissaksóknari Jóhönnustjórnarinnar kom í humátt á eftir.
Pólitík lekamálsins varð kristalstær eftir að ítarleg rannsókn og dómsmál leiddi í ljós að starfsmaður innanríkisráðuneytisins lék einleik með því að gera upplýsingarnar opinberar. En það stóð aldrei til að komast að sannleikanum í málinu heldur átti að nota það til að flæma ráðherra úr stjórnarráðinu. Embættismenn tóku þátt í pólitíkinni með glannalegum yfirlýsingum sem ekki eru í neinu samræmi við viðtekna háttsemi.
Umboðsmaður alþingis sýndi starfsfélögum sínum hjá ríkissaksóknara samstöðu og stökk á vagninn með þekktum afleiðingum.
Frá sjónarhóli aðgerðasinna og DV/RÚV og vinstriflokkanna var lekamálið vel heppnuð aðgerð þar sem stök fjöður varð að pólitísku hænsnabúi.
Fyrir almenna borgara var lekamálið lexía um hvað bíður okkar ef upplausnaröflin ná tökum á samfélaginu.
Ýmislegt athugavert í áliti um lekamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Upplausnaröfl er réttnefni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.3.2015 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.