Feðraveldið, femínistar og karlinn sem nauðgari

Feðraveldið er álíka aktúelt hugtak í dag og segulbandsspólur eru fyrir útgáfu tónlistar. Sú tíð er löngu liðin að karlar sitji yfir hlut kvenna.

Á mikilvægum sviðum samfélagsins, t.d. menntun, eru karlar eftirbátar kvenna; þeim gengur verr í skóla og konur eru duglegri að taka æðri háskólagráður en karlar.

Jafnrétti karla og kvenna verður líklega seint nógu fullkomið til að jafna út hlutfall nauðgara meðal kynjanna.

Einmitt af þeirri ástæðu leggja herskáir femínistar sífellt meiri áherslu á karlinn sem nauðgara enda er karlkynið þar veikast fyrir.

En þegar karlímynd femínista er nauðgarinn verður málflutningurinn eins marktækur og ef kvenkynið er metið út frá mæðrum sem misþyrma börnum.

 


mbl.is Sakar Kvennablaðið um drusluskömmun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband