Föstudagur, 27. mars 2015
Lágt atvinnuleysi hækkar launin
Innan við 3% atvinnuleysi þýðir að atvinnurekendur verða að yfirbjóða launataxta, oft hressilega, til að fá fólk i vinnu. Við þetta lágt atvinnuleysi er óþarfi að hækka launataxta - laun hækka nánast sjálfkrafa.
Verkefni ríkisstjórnarinnar undir þessum kringumstæðum er að halda sjó og gera ekkert til að hvetja aðila vinnumarkaðarins til að semja um óraunhæfar kauphækkanir.
Um 5-7% taxtahækkun á almenna markaðnum er raunhæf, það þýðir með launaskriði 8-12% launahækkun.
Ef verkalýðshreyfingin ætlar sér meira er til muna farsælla að búa við verkföll í nokkra mánuði fremur en verðbólgusamninga.
Þokkalega góð verkfallsgusa dregur úr spennu á vinnumarkaði, sem er við það að ofhitna.
Spáir 2,7% atvinnuleysi í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og þannig hefur þetta verið um langa tíð, utan smá skell fyrst eftir hrun. Launataxtar hafa einungis verið viðmiðun, laun mun hærri - hjá flestum.
En það er akkúrat þannig, hjá flestum. Eftir standa þeir sem verða að þiggja laun samkvæmt samningum, eiga ekki kost á að krefjast aukagreiðslna. Oftast er þetta fólk sem er á lægstu töxtunum.
Og það er einmitt þetta fólk sem blæðir. Í síðustu kjarasamningum fékk það 2,8% launahækkun og ef laun voru nógu andskoti lág, fékk það allt að átta þusund króna aukagreiðslu. Það var nú allt og sumt.
Á sama tíma hækkar launavísitalan um 6%, að stórum hluta vegna þess að stórir launahópar vildu ekki taka þátt í "þjóðarsáttinni", þótti við hæfi að lálaunafólkið bæri þær byrgðar eitt.
Þar sem svo fáir vinna samkvæmt töxtum og þá hellst launalægsta fólkið, ætti ekki að vera mikið mál að leiðrétta taxtana. Ekki ætti að vera um stórar upphæðir að ræða, jafnvel þó prósentutalan gæti litið illa út.
5-7% hækkun mun hækka lægstu laun um 10-14.000 krónur á mánuði. Dettur einhverjum í hug að nokkur launamaður muni láta bjóða sér slíkan tittlingaskít?!
ÞAÐ ER FÓLK SEM ÞIGGUR LAUN SAMKVÆMT LÆSTU TÖXTUM, ÞAÐ ER FÓLK SEM HEFUR RÉTT RÚMLEGA 200.000 KRÓNUR Í HEILDARTEKJUR Á MÁNUÐI. ÞESSI HÓPUR ER KANNSKI EKKI STÓR AF HEILDINNI, EN HANN Á VIRKILEGA BÁGT. ÞESSU FÓLKI VERÐUR AÐ BJARGA. AÐ GETUR EKKI HÓTAÐ ÞVÍ AÐ FLYTJAST ÚR LANDI, HEFUR EINFALDLEGA EKKI EFNI Á ÞVÍ!!
Gunnar Heiðarsson, 28.3.2015 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.