Miðvikudagur, 25. mars 2015
Lýðræði án fullveldis er platlýðræði
Grikkir töldu að nýafstaðnar þingkosningar fælu í sér að horfið yrði frá efnahagsstefnu sem bjó til 30 til 40 prósent atvinnuleysi, efnahagssamdrátt sjö eða átta ár í röð með tilheyrandi hörmungum fyrir grísku þjóðina.
En Grikkir eru ekki fullvalda þjóð í sama skilningi og t.d. Íslendingar. Þjóðargjaldmiðill Grikkja, evran, er utan valdsviðs grísku ríkisstjórnarinnar og þar með grísku þjóðarinnar.
Lýðræði án fullveldis leysir enga kreppu.
Enn einar dyrnar lokast Grikkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er seðlabanka Evrópu beitt til að keyra landið í þrot og koma í veg fyrir sölu ríkiskuldabréfa. Þetta eru hryðjuverk til að knýja þá til að skuldsetja sig ennþá dýpra við bankann og AGS, svo engin leið verður út ur ógöngunum. Þeir eiga ekki einu sinni fyrir vöxtum.
Þetta er að undirlagi þjóðverja, sem gerir málið enn ógeðfelldara þegar horft er til þess að þeir fengu hreinan skjöld og styrk til uppbyggingar eftir stríðið og svo aftur 1957 þegar nágrannar þeirra í Evrópu hjálpuðu þeim frá gjaldþroti.
Þetta er lénsfyrirkomulag. ESB er afturför til þess tíma. Nú er ekki keisari af holdi og blóði heldur í formi seðlabanka.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.