Píratar og ónýtu vinstriflokkarnir

Píratar ráða umræðunni í krafti skoðanakannana sem sýna þá fylgismesta framboðið. Pírater er á hinn bóginn ekki með neina heilstæða pólitík. Þeir eru fylgjandi netfrelsi og tala fyrir upplýsingatækni en segja mest lítið um menntamál, atvinnuþróun, heilbrigðiskerfið og sjávarútveginn.

Helstu tillögur Pírata eru þjóðaratkvæðagreiðslur. En þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki pólitík heldur afsökun fyrir skorti á pólitískri stefnu.

Forræði Pírata í umræðunni auglýsir ónýta málefnastöðu vinstriflokkanna. Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð bjóða ekki upp á neina pólitíska dagskrá. Á meðan svo er eiga Píratar svið stjórnarandstöðunnar.

Ríkisstjórnin má vel við una. 


mbl.is Bendlaði Pírata við glæpastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ertu að halda því fram að hinir flokkarnir séu með einhverja heilstæða pólitík?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2015 kl. 11:26

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ekki endilega, Guðmundur. Þó eru þeir með breiðari lýsingu á því hvað þeir vilja í stjórnmálum en Píratar. En það væri full mikið sagt að pólitík hinna flokkanna sé heildstæð.

Páll Vilhjálmsson, 25.3.2015 kl. 13:42

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og fara hinir flokkarnir eftir sínum "breiðu lýsingum"?

Nei það gera þeir nefninlega ekki og þær eru því marklausar.

Í því liggur helsti munurinn á þeim og pírötum.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2015 kl. 13:49

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Lýðræði er málamiðlun. Enginn fær allt enda enginn sem fær ekkert.

Páll Vilhjálmsson, 25.3.2015 kl. 14:11

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég held að fylgi Pírata endurspegli fyrst og fremst minkandi tiltrú almennings á stjórnmálamönnum.  Eins og nafni minn bendir á að þá er til lítils að vera með einhverja stefnu og loforð á blaði sem hafa síðan enga merkingu þegar á reynir. Kjósendur sjá í gegnum þetta og þeirra "uppreisn" ef svo mætti kalla er að styðja Pírata eða einhver álíka samtök þar sem kannski vottar fyrir smá heiðarleika, staðfestu og prinsippum í staðin fyrir spillingu og ósannsögli sem einkennir þessa gömlu flokka og hefur alltaf gert.

Guðmundur Pétursson, 28.3.2015 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband